Heimsmet í Húsafellshelluburði fuku um helgina í keppninni Sterkasti maður Íslands 2025. Keppnin fór fram á Húsafelli.
Á fyrri keppnisdegi sló Vilus Jokuzys nýtt heimsmet Hafþórs Júlíusar Björnssonar í Húsafellshelluburði og gekk 92,3 metra með helluna. Sterkasti maður Englands, Paddy Heynes, bætti þá um betur, og fór nánast á sprett með helluna, og endaði á nýju heimsmeti, 109 metrum.
Hafþór stóð um tíma höllum fæti í keppninni en setti í fluggír og sigraði í þremur af fjórum keppnisgreinum á seinni degi keppninnar.
Hafþór Júlíus Björnsson er því Sterkasti maður Íslands árið 2025 en Paddy Heynes, nýr heimsmetshafi í Húsafellshelluburði, varð í öðru sæti. Í þriðja sæti varð Evans Nana og Vilus Jokuzys í fjórða sæti.
Streymi á seinni keppnisdegi er í spilaranum hér fyrir neðan og streymi frá fyrri degi er inni á Youtube.com: