fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fókus

Sláandi upplýsingar í nýrri bók – Drykkja Elísabetar drottningarmóður á meðgöngu hafði alvarlegar afleiðingar

Fókus
Fimmtudaginn 31. júlí 2025 10:30

Elísabet drottning og systir hennar Margrét

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný bók um ævi Margrétar prinsessu, systir Elísabetar drottningar, hefur valdið miklum titringi innan bresku hirðarinnar. Í bókinni, sem Pulitzer-tilnefndi ævisagnaritarinn Meryle Secrest skrifar, er fullyrt að drykkja Elísabetar drottningarmóður á meðgöngu hafi gert það að verkum að Margrét prinsessa fæddist með svokallað fósturalkóhólheilkenni, varanlega og óafturkræfa fötlun. Einkennin eru mismunandi hjá hverju barni fyrir sig en heilkennið getur valdið ýmsum heilsufarsvandamálum, til að mynda heilaskaða og vaxtarvandamálum.

Heilkennið,  og orsakir þess, var hins vegar ekki uppgötvað fyrr en 1973 en Margrét prinsessa fæddist árið 1930.

Secrest segir að Margrét hafi ekki sýnt líkamleg einkenni heilkennisins, en hafi allla tíð glímt við skapsveiflur, mígreni og námserfiðleika sem gætu samræmst því. Fullyrðingin gæti varpað nýju ljósi á persónuleika prinsessunnar, sem lengi var talin skapstór, óútreiknanleg og talsvert frábrugðin systur sinni, Elísabetu II.

Í bréfi sem Elísabet drottningarmóðir skrifaði eiginmanni sínum árið 1925. þegar hún gekk með Elísabetu drottningu, segir hún óttast að endurheimta aldrei „drykkjukrafta“ sína þar sem vín færi illa í hana. Engin sambærileg lýsing er til frá meðgöngu hennar með Margréti, en Secrest telur líklegt að áfengi hafi þá verið orðinn hluti af daglegu lífi hennar á ný.

Margrét var þekkt fyrir að vera skemmtileg og hnyttin, en einnig þrjósk og stundum barnaleg langt fram eftir aldri. Hún þróaði með sér mjög óheilbrigt drykkjumynstur. Drakk að sögn fyrstu vodka-appelsínblönduna sína daglega kl. 12:30, hálfa vínflösku með hádegismat og fleiri áfenga drykki fram eftir kvöldi.

Margrét lést árið 2002 eftir erfið veikindi, þar á meðal röð heilablóðfalla.

Fullyrðingarnar um fósturalkóhólheilkenni eru nýjar og umdeildar en breska konungsfjölskyldan hefur ekki tjáð sig um málið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg á gömlum myndum – Mikið breyst eftir að hún kynntist Kanye

Nær óþekkjanleg á gömlum myndum – Mikið breyst eftir að hún kynntist Kanye
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“