Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston er komin með nýjan mann upp á arminn, vellíðunargúrúinn Jim Curtis sem þekktur er undir gælunafninu Dáleiðslufræðingurinn Jim (e. Hypnotist Jim) á netinu.
Parið var nýlega myndað saman í fríi á spænsku eyjunni Mallorca og staðfestu þau ástarsambands sitt þar sem þau héldust í hendur og Curtis sást gefa Aniston baknudd. Fyrir ferðina hafði Page Six greint frá því að sást til parsins á veitingastað í Big Sur í Kaliforníu í síðasta mánuði.
Parið virðist þó hafa náð að fela samband sitt þar til núna, en Curtis fylgir bestu vinum Aniston á Instagram, þar á meðal Courteney Cox, Jason Bateman og eiginkonu hans, Amandu Anka, sem eru í fríi með Aniston og Curtis.
Page Six fjallaði um ástarsambandið í gær og segir sameiginlega vini hafa kynnt Aniston og Curtis fyrir hvort öðru.
Aniston, er enn að jafna sig eftir innbrot á heimili sitt í Bel Air í maí á meðan hún var heima, sem og eftir að hafa misst ástkæran meðleikara sinn í Friends, Matthew Perry. Aniston greindi frá því að hún hefði sent sms til Perry aðeins nokkrum klukkustundum fyrir andlát hans árið 2023.
„Jen á mjög lítinn hóp af traustum og afar verndandi vinum,“ sagði heimildarmaður í Hollywood. „Hún lifir í eins konar kúlu og Jim hefur verið að hanga með þeim um tíma núna.“ Heimildarmaðurinn benti reyndar á að Aniston hefði í raun birt mynd af Curtis í síðasta mánuði þótt andlitið væri blörrað þegar hún póstaði mynd af sér með vini sínum, Sean Hayes, sem lék í Will & Grace.
Aniston, sem er 56 ára, hefur verið gift tvisvar, leikurunum Brad Pitt og Justin Theroux. Curtis, sem 49 ára og kallar sig „umbreytingarþjálfara og dáleiðslumeðferðaraðila“ á eigin sambönd að baki.
„Mér helst ekki á kærustu af því að mér fer fljótt að leiðast,“ viðurkenndi Curtis í bók sinni frá árinu 2017, „The Stimulati Experience“, þar sem hann lýsti ítarlega misheppnuðum ástarsamböndum sínum.
Á einum lægðarpunkti í lífi sínu sagðist hann vera að hitta „nýja konu á hverjum ársfjórðungi“ og sagði einnig frá því hvernig hann hitti son sinn sjaldan.
„Ég vildi óska að ég ætti betra samband við son minn, en hann býr hjá móður sinni mestallan tímann og hann er reiður út í mig,“ skrifaði hann í bók sinni. Sonurinn Aidan, sem er kominn á unglingsaldur, býr með móður sinni, fyrrverandi eiginkonu Curtis, Rachel Napolitano í norðurhluta New York-ríkis.
Curtis og Napolitano kynntust þegar hún vann sem kokteilþjónn á bar í West Village í október 1999 og þau giftu sig í júní 2003.
Í brúðkaupstilkynningu í The Observer kom fram að Curtis dáðist að „mjög beinum hvítum tönnum hennar“. „Mér fannst hún mjög klár,“ bætti hann við, „við töluðum um andleg málefni.“
Það var þó ekki fyrr en eftir margra mánaða stefnumót að hann áttaði sig á því að hún var líka stelpan sem hann hafði séð og fengið áhuga á í þætti úr E! sjónvarpsþætti Howard Stern.
„Mig langar að fara á stefnumót með stelpu sem lítur svona út,“ sagði hann þegar hann sá Napolitano í þættinum.
Á þeim tíma vann Curtis sem sölumaður hjá WebMD.com. Hann bað Napolitano á strönd í Cape Cod með tveggja karata demantshring. Þau giftu sig á Cape Cod í 200 manna veislu í gömlu höfðingjasetri.
„Mér finnst hún mjög heit,“ sagði Curtis, „mér finnst gaman að horfa á hana ganga. Ég stend mig að því, jafnvel fjórum árum síðar, að snúa mér við til að horfa á hana ganga fram hjá mér. Hún lítur bara vel út.“
En hjónabandið hélt ekki og þau skildu eftir fæðingu sonarins.
Eftir skilnaðinn hóf Curtis, sem greindist með meinsemdir á mænu þegar hann var námsmaður við Háskólann í New Hampshire árið 1995, heilsuferðalag sitt eftir að hafa fengið greiningu á mænuskemmdum. Hann keypti þakíbúð í Brooklyn og átti í ástarsamböndum við fjölda kvenna.
Hann kynntist einni þeirra, Lucy Lou, á leiðtoganámskeiði í New York. Curtis keypti trúlofunarhring og hugðist biðja um hönd hennar, en sambandið fór í sandinn. Curtis segist hafa verið svo ástfanginn að hann segist hafa hunsað viðvörunarmerki og augljós vandamál. Hann viðurkenndi einnig að hafa fylgst með nýjum kærasta Lou á Facebook, sem olli því að hann fann fyrir vanmætti og skömm. Curtis sagði að hann skrifaði á litla bréfmiða hegðun og atvik sem hann skammaðist sín fyrir og kveikti svo í miðunum einn í svefnherbergi sínu.
Annað er nú uppi á teningnum og samfélagsmiðlar Curtir eru fullir af tilvitnunum og ráðum sem eiga að hjálpa öðru fólki að „losna við fortíð sína og mynstur“ og finna ástina. Á Instagram fylgja honum yfir 560 þúsund fylgjendur. Aniston hefur fylgt honum þar í næstum tvö ár. Í nóvember 2023 „lækaði“ hún eina af færslum hans, þar sem stóð: „Er betra að sætta sig eða að vera einn? Svarið felst í að hlúa að innihaldsríkum samböndum.“
Í síðustu viku líkaði Aniston einnig við aðra færslu eftir Curtis um hvernig ætti að jafna sig eftir skilnað. Í apríl gaf Curtis í skyn að eitthvað t væri á milli þeirra þegar hann setti inn hjarta-emoji á Instagram-myndband af Aniston í ræktinni.
Í síðasta mánuði sáust Aniston og Curtis á lúxushótelinu Ventana Big Sur í Norður-Kaliforníu láta vel hvort að öðru.
Aniston er enn vinkona fyrrverandi eiginmanna sinna, en hún stríðsöxina við Pitt um fimm árum síðan eftir að hann yfirgaf hana fyrir Angelinu Jolie. Hún og Theroux senda hvort öðru reglulega SMS-skilaboð og FaceTime-skilaboð sagði Theroux í viðtali við Esquire árið 2021.
„Við tölum ekki saman á hverjum degi. Það væri missir ef við værum ekki í sambandi, fyrir mig persónulega. Og ég er viss um að hún er á sömu skoðun.“
Aniston hefur einnig verið opinská um erfiðleika sína við að eignast börn og talað um að hafa farið í glasafrjóvgun sem mistókst. Þegar hún var spurð hvort hún væri í ástarsambandi sagði hún við Allure árið 2022: „Ekki segja aldrei aldrei, en ég hef engan áhuga. Ég myndi elska að vera í sambandi. Hver veit? Það eru stundir þar sem ég vil bara skríða inn í skel og segja: „Ég þarf stuðning.“ Það væri dásamlegt að koma heim og falla í faðm einhvers og segja: „Þetta var erfiður dagur.““