fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fókus

Vinsæll lendingarstaður Íslendinga kosinn versti flugvöllur Bretlands

Fókus
Sunnudaginn 13. júlí 2025 17:30

Frá Gatwick-flugvelli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gatwick flugvöllur, sem er næst stærsti flugvöllur Bretlands, hefur verið útnefndur sá versti í landinu samkvæmt nýrri úttekt alþjóðlega fyrirtækisins AirHelp. Flugvöllurinn, sem sinnir að meðaltali yfir 100.000 farþegum á dag, lenti í 235. sæti af alls 250 flugvöllum sem teknir voru fyrir í alþjóðlegu mati sem birt var í byrjun júlí.

AirHelp-mælingin tekur mið af þremur lykilþáttum: stundvísi flugferða, gæðum þjónustu og viðbrögðum við kvörtunum. Gatwick fékk slaka einkunn í öllum flokkum, en flugfarþegar kvarta iðulega undan löngum töfum, lélegum aðbúnaði og háum kostnaði við bílastæði við flugvöllinn.

Heathrow, stærsti flugvöllur Bretlands, stendur sig heldur ekki vel og endaði í 178. sæti listans. Þetta vekur áhyggjur um víðtæk kerfisvandamál í flugvallakerfi Bretlands, þar sem einnig má finna Manchester- og Birmingham-flugvelli neðarlega á listanum.

Ljósari punktar í skýrslunni fyrir ferðamannaiðnaðinn í Bretlandi voru að minni flugvellir á borð við Johnn Lennon-flugvöll í Liverpool John Lennon og London City-völlurinn  náðu nokkuð góðum árangri og þóttu bæði skilvirkir og þægilegir fyrir ferðafólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum