fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fókus

Dóttirin birti óræð skilaboð um eitruð sambönd degi áður en skilnaðurinn var gerður opinber

Fókus
Miðvikudaginn 9. júlí 2025 09:00

Mynd/Getty Images/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn var greint frá því að Aaron Phypers hefur óskað eftir skilnaði við leikkonuna Denise Richards.

Richards hefur einnig verið vinsæl í raunveruleikasjónvarpi og á OnlyFans, en hún byrjaði á síðunni fljótlega eftir að dóttir hennar, Sami Sheen, byrjaði á henni. Hún hefur verið virk á síðunni síðan í júní 2022 og græðir á tá og fingri.

Sjá einnig: Vill skilnað og krefst framfærslu frá leikkonunni – Pappírar greina frá óhóflegri eyðslu

Phypers sagði í beiðni sem hann lagði fyrir dómi á mánudag að ástæða skilnaðarins væri óleysanlegur ágreiningur. Þau byrjuðu saman í júní 2017 og giftust ári seinna.

Það hefur vakið athygli að degi áður en tíðindi um skilnað bárust birti Sami Sheen, 21 árs, myndband um eitruð sambönd á TikTok. Margir velta fyrir sér hvort hún hafi óbeint verið að tala um móður sína og stjúpföður.

„Mitt ráð um hvernig skal opna augun í eitruðu sambandi: Þú þarft a ðspyrja þig sjálfa, ef þú ættir dóttur og hún væri með svona karlmanni, hvað myndir þú segja við hana? Og þá fattar þú: „Ég myndi segja henni að hætta með honum, ég myndi segja henni að blokka hann, halda áfram með lífið. Hann er drullusokkur og kemur illa fram við hana.“ Og það virkar fyrir mig.“

@samisheen ❤️ #toxicrelationship #relationshipadvice #fyp ♬ original sound – sami sheen

Sheen sagði að það væri auðvelt að fara á mis við vísbendingar um að sambandið sé slæmt, en sagði að það væri aldrei of seint að fara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Fókus
Í gær

Bianca Censori nær óþekkjanleg á nýjum myndum

Bianca Censori nær óþekkjanleg á nýjum myndum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Forsetahjónin fögnuðu 95 ára starfsemi í Sólheimum – Halla krýnd kærleiksorðu

Forsetahjónin fögnuðu 95 ára starfsemi í Sólheimum – Halla krýnd kærleiksorðu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir að leikstjóri hafa reynt að gera út af við feril hennar því hún stóð í lappirnar gegn honum

Segir að leikstjóri hafa reynt að gera út af við feril hennar því hún stóð í lappirnar gegn honum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“