Í beiðni sem Aaron Phypers lagði fram fyrir dómi í Los Angeles á mánudag þar sem hann óskar eftir skilnaði við leikkonuna Denise Richards koma fram óhóflegar fjárhæðir sem Richards eyðir mánaðarlega. Sjáfur segist hann hafa eytt minna en Richards. Hjónin giftu sig í september árið 2018, en Richards var áður gift leikaranum Charlie Sheen.
Phypers, sem er 49 ára, rak vellíðunarfyrirtækið Quantum 360 Club, sem hann neyddist til að loka árið 2024 og segist hann hafa verið tekjulaus síðan. Richards, sem er 54 ára, hefur hins vegar þénað yfir 250 þúsund dali mánaðarlega á OnlyFans, vegna framkomu í sjónvarpi og vegna vörumerkjasamninga.
Phypers greinir í pappírum sínum frá mánaðarlegum útgjöldum þeirra, en ættleidd dóttir hans, Eloise, bjó einnig hjá þeim.
Segir hann sig og Richards hafa eytt samtals 105 þúsund dölum á mánuði, þar af 25 þúsund dölum í mat og 20 þúsund dölum í föt. Leiguverð húsnæðis er 18 þúsund dalir, auk 8 þúsund dala í hita, rafmagn og slíkt, 5 þúsund dalir í viðhald og viðgerðir og 5 þúsund dalir til viðbótar sem í þvott og þrif. Símareikningurinn þeirra hljóðar upp á 500 dali, og útgjöld vegna bíla og samgangna eru samtals 1.500 dalir.
Segir hann þau hafa 10 þúsund dölum í matvörur og heimilisvörur, 15 þúsund dölum í veitingastaði og 15 þúsund dölum til viðbótar í skemmtun, gjafir og frí. Hvað varðar rekstur dótturinnar þá er Richards sögð hafa eytt yfir 7 þúsund dölum.
Phypers, sem fer fram á framfærslu frá Richards, tilgreinir að hann hafi ekki eytt neinum pening í tryggingar, sparnað og fjárfestingar eða gjafir til góðgerðarmála.
Phypers segir óleysanlegan ágreining ástæðu skilnaðarins og tilgreindi skilnaðardaginn sem 4. júlí. Fer hann fram á að fyrirtæki þeirra, Smoke & Mirrors Entertainment, verði skipt til helminga.