fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fókus

Þessir líklegastir til að taka við hlutverki James Bond- Tom Holland var of mikið krútt

Fókus
Þriðjudaginn 8. júlí 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brátt fer að draga til tíðinda varðandi það hver muni taka við af Daniel Craig í hlutverki James Bond og mögulega færa njósnarann útsjónarsama til nútímans.

Breski leikarinn Tom Holland hefur verið orðaður við hlutverkið um skeið en nýjustu fregnir herma að framleiðendur hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann sé of mikið krútt til að vera sannfærandi í gervi 007.

Tom Holland er sjarmerandi

Veðbankar eru helst að veðja á kunnuglegan hest, eða hinn 35 ára gamla Aaron Taylor-Johnson, sem nú gerir það gott í myndinni 28 Years Later. Taylor-Johnson hefur verið orðaður við hlutverkið um árabil og ekki skemmir fyrir honum að stjarna hans fer ört vaxandi.

Aaron Taylor-Johnson/Getty

Annar leikari sem hefur verið að gera það gott er Theo James og margir eru á því að hann eigi að hreppa hnossið. James, sem er fertugur að aldri, sló í gegn í annarri seríunni af White Lotus, þar sem hann lék sjarmerandi skítseyði, og ekki síður í Netflix-þáttunum The Gentlemen.

 Theo James/Getty

Þriðji leikarinn sem talinn er líklegur til að landa hlutverkinu er Jack Lowden, sem vakti mikla athygli í stórmynd Christopher Nolan, Dunkirk.

Jack Lowden
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jennifer og Ben taka óvænta ákvörðun ári eftir skilnað

Jennifer og Ben taka óvænta ákvörðun ári eftir skilnað