fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Haukur varð vitni að spauglegu atviki – „Hvað sagði konan aftur að ég notaði í skóstærð?“

Fókus
Þriðjudaginn 1. júlí 2025 11:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haukur Bragason, eigandi Textastofunnar og annar karlinn á bak við hlaðvarpið Tveir kallar, segir frá skondnu atviki sem hann varð vitni að í verslun en segir hann þetta einnig alveg dæmigert fyrir karlmann.

„Ég var í búð um daginn. Þetta er rosa skrýtin búð, hún selur aðallega heita potta og svo selur hún líka svona hitt og þetta sem er sniðugt, svona sem köllum finnst sniðugt. Eins og til dæmis skó sem eru bara svona 180 prósent vatnsheldir,“ segir Haukur í Tveir kallar.

„Það var karl sem kom þar inn að máta svona skó, ég held að þetta sé vinsælt hjá svona iðnaðarmönnum. Það var verið að afgreiða hann og hann sagði við félaga sinn, sem var með honum, leit líka út fyrir að vera svona iðnaðarmaður, var í þannig fötum: „Heyrðu, hérna, hvað sagði konan aftur að ég notaði í skóstærð?“

Haukur og Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og hinn stjórnandi þáttarins, skella upp úr.

Sjá einnig: Haukur les upp bréfið sem hann sendi á Hildi Lilliendahl og skammast sín fyrir – „Var þetta í alvörunni ég?“

„Ekki nóg með það að hann er búinn að lifa í… ég veit ekki, hann leit út fyrir að vera svona 45 ára, og búinn að vera með sömu fætur eiginlega allan tímann. Veit ekki númer hvað hann notar af skóstærð, konan hans vissi það, hann gat ekki munað það, þannig vinur hans var ábyrgur fyrir því að muna hvað konan hans hafði sagt hvað hann ætti að nota í skóstærð. Mér finnst þetta frekar fyndið. Þetta er dæmigert, þetta er lýsandi,“ bætir Haukur við.

„Jesús minn, pældu í því að vera… hvað er að okkur,“ segir þá Þorsteinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 6 dögum

Frýs blæs nýju lífi í Trúbrot klassíkina Án þín

Frýs blæs nýju lífi í Trúbrot klassíkina Án þín
Fókus
Fyrir 6 dögum

Liver King handtekinn eftir hótanir gegn Joe Rogan – Gæti átt 10 ára fangelsi yfir höfði sér

Liver King handtekinn eftir hótanir gegn Joe Rogan – Gæti átt 10 ára fangelsi yfir höfði sér