Trainor á tvo syni, Riley, 3 ára, og Barry, 20 mánaða, með eiginmanni sínum, Daryl Sabara.
„Eins og þið vitið þá hefur verið nóg að gera hjá mér. Ég hef verið á tónleikaferðalagi, vinna mikið og svo er ég líka mamma. Þannig ég ákvað nýlega að gera eitthvað bara fyrir mig,“ sagði hún í færslu á Instagram.
„Eftir að hafa eignast tvö börn, byrjað að lifa hollari lífsstíl og grennst í kjölfarið þá gæti ég ekki verið ánægðari með þessa ákvörðun […] Ég átti alltaf erfitt með að elska brjóstin mín áður en ég lagðist undir hnífinn, því þau voru aldrei jöfn og alltaf verið slöpp.“
Meghan sagði brjóst hennar líta núna „frábærlega út“ og að það sé líka ótrúlegt að snerta þau.
„Ég elska hvernig þetta kom út,“ sagði hún og bætti við: „Brjóstin mín eru loksins tvíburasystur en ekki fjarskyldar frænkur.“
Smelltu hér ef þú sérð ekki myndbandið hér að neðan eða prófaðu að endurhlaða síðuna.
View this post on Instagram