fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Stórleikarinn Donald Sutherland er látinn – „Þessu lífi var vandlega lifað“

Fókus
Fimmtudaginn 20. júní 2024 18:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleikarinn kanadíski Donald McNichol Sutherland er látinn 88 ára að aldri eftir löng veikindi. Hann lætur eftir sig eiginkonuna Francine Racette, fimm uppkomin börn.

Sonur hans, leikarinn Kiefer Sutherland, tilkynnti andlát föður síns í yfirlýsingu:

„Það er með þungum hug sem ég tilkynni að faðir minn, Donald Sutherland, er látinn. Ég persónulega lít á hann sem einn mikilvægasta leikarann í sögu kvikmyndarinnar. Ekkert hlutverk var honum ómögulegt, gott, slæmt eða ljótt. Hann elskaði vinnuna sína og vann við það sem hann elskaði og enginn getur beðið um meira en einmitt það. Þessu lífi var vandlega lifað“

Sutherland kom víða við á löngum ferli sínum. Hann reis á stjörnuhimininn á sjöunda áratug síðustu aldar í myndum á borð við The Dirty Dozen og M*A*S*H. Hann var líka þekktur fyrir myndir á borð við Ordinary People, Animal House, Invasion of the Body Snatchers, The Italian Job og Pride & Prejudice.

Hann lék eins í þríleiknum Hungurleikarnir þar sem hann fór með hlutverk forsetans Snow. Allt í allt fór hann með rétt tæp 200 hlutverk á verli sínum.

Hann hlaut fjölda viðurkenninga fyrir leik sinn, svo sem Emmy verðlaunin, Golden Globe og Critics Choice. Það var lífseigur brandari að hann væri einn besti leikarinn til að hafa aldrei hlotið tilnefningu til Óskarsverðlaunanna, en úr því var bætt áður 2017 þegar honum voru veitt heiðursverðlaunin á Óskarshátíðinni.

Hann var ötull talsmaður friðar og baráttumaður gegn hernaði. Hann veigraði sér ekki við að gagnrýna hernað Bandaríkjanna á erlendri grundu og var fyrir vikið skráður á eftirlitslista bandarísku öryggisstofnunarinnar NSA.

Sutherland náði, áður en hann lést, að klára æviminningar sínar, bókina Made Up, But Still True, sem átti að koma út á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
Fókus
Í gær

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry
Fókus
Fyrir 3 dögum

Patrekur Jaime fagnar stórum áfanga

Patrekur Jaime fagnar stórum áfanga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Lifi fjölbreytnin

Bókaspjall: Lifi fjölbreytnin