fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fókus

„Dauðvona eiginmaður minn er að sofa hjá stjúpsystur sinni“

Fókus
Sunnudaginn 16. júní 2024 22:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Dauðvona eiginmaður minn sendi stjúpsystur sinni skilaboð og spurði hvernig nærbuxurnar hennar væru á litinn.“

Svona hefst bréf konu til sambands- og kynlífsráðgjafa The Sun, Deidre.

„Þessi skilaboð staðfestu grunsemdir mínar til margra ára, að þau eigi í leynilegu ástarsambandi.“

Systirin er 51 árs og eiginmaðurinn er 57 ára. „Við kynntumst fyrir tuttugu árum. Hann sagðist hafa átt í tveimur langtíma samböndum áður en hann kynntist mér. Önnur þeirra var stelpa sem hann kynntist í háskóla en hann neitaði að tala um hina. Nú veit ég af hverju: Ég held að það hafi verið stjúpsystir hans,“ segir konan.

„Ég er 53 ára og við giftum okkur nýlega því hann greindist með krabbamein. Ég hætti að vinna til að hugsa um hann.

Tengdamóðir mín lést fyrir stuttu. Þegar hún var veik heimsótti eiginmaður minn hana og gisti hjá stjúpsystur sinni á meðan. Mig var farið að gruna að allt væri ekki með felldu því ég fann nærbuxurnar hennar í ferðatöskunni hans.

Hans afsökun var að hvolpurinn hennar var sífellt hlaupandi með nærfötin hennar í kjaftinum og þannig enduðu þau í töskunni. Ég spurði hvort hann væri að halda framhjá mér en hann neitaði, en ég bannaði honum að gista aftur hjá henni.

Stjúpsystirin hélt samt áfram að hafa samband og nú er tengdamóðir mín látin og hann þarf að fara heim til hennar og pakka niður húsinu.

Ég var sammála að hann þyrfti að fara en svo sá ég skilaboðin frá stjúpsystur hans og þau voru svo ógeðsleg. Mig langaði að kasta upp. Hún er hræðileg og hefur bara áhuga á peningum, en hann sér það ekki.

Ég vil fara frá honum en hvernig get ég það þegar hann er dauðvona?“

Ráðgjafinn svarar:

„Nú hefur þú séð skilaboðin svo hann getur ekki haldið áfram að neita framhjáhaldinu. Kannski skammast hann sín því hún er fjölskyldumeðlimur, þó þau séu ekki blóðtengd.

Ef þú elskar hann ennþá þá skaltu segja honum að þú vitir hvað sé í gangi og hann þurfi að vera hreinskilinn og ákveða hvor ykkar hann vill.

Ef hann velur þig þá þarf hann að leggja hart að sér til að vinna traust hjá þér aftur. Mundu, þú giftist honum til að tryggja fjárhagslegt öryggi ef hann myndi falla frá.

Ef þig grunar að hún sé á höttunum eftir peningunum hans þá skaltu passa að þú sért örugg,“ segir hún og bendir konunni á úrræði sem getur hjálpað henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjón á sjötugsaldri ákváðu að opna hjónabandið – Endaði með ósköpum

Hjón á sjötugsaldri ákváðu að opna hjónabandið – Endaði með ósköpum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjartalæknir: Þessi einfalda æfing getur bjargað lífi þínu

Hjartalæknir: Þessi einfalda æfing getur bjargað lífi þínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sting stefnt vegna höfundaréttarmála – Milljónir í húfi

Sting stefnt vegna höfundaréttarmála – Milljónir í húfi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Spánverji gapandi hissa á íslenska endurvinnslukerfinu – Greinir frá því hvað hann fékk mikinn pening fyrir dósirnar

Spánverji gapandi hissa á íslenska endurvinnslukerfinu – Greinir frá því hvað hann fékk mikinn pening fyrir dósirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einstök eign sem tekur þig aftur í tímann – Sjáðu myndirnar

Einstök eign sem tekur þig aftur í tímann – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sætir harðri gagnrýni fyrir að leyfa 12 ára dóttur sinni að klæðast „óviðeigandi“ fötum

Sætir harðri gagnrýni fyrir að leyfa 12 ára dóttur sinni að klæðast „óviðeigandi“ fötum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Harry sagður vinna að „hættulegri“ heimildarmynd um móður sína

Harry sagður vinna að „hættulegri“ heimildarmynd um móður sína
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“