fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Aðdáendur Christinu Aguilera áhyggjufullir eftir að þessar myndir birtust

Fókus
Þriðjudaginn 1. október 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska poppstjarnan Christina Aguilera hefur fengið aðdáendur sína til að velta vöngum yfir heilsufari hennar eftir að myndband af henni frá því um helgina fór í dreifingu.

Aguilera, sem er orðin 43 ára, hefur lést mikið undanfarna mánuði og þykir sumum nóg um. Í vor fór af stað orðrómur um að poppstjarnan væri á Ozempic og er óhætt að segja að sá orðrómur hafi fengið byr undir báða vængi um helgina.

Ozempic var þróað sem lyf í baráttu gegn sykursýki en hefur reynst byltingarkennt sem megrunarlyf. Hafa jafnvel þeir sem ekki glíma við offitu notað lyfið en það getur verið mjög varasamt að ráðfæra sig ekki við lækni áður en lyfið er notað.

Daily Mail segir að tónlistarkonan hafi verið á viðburði síðastliðinn föstudag til að fagna því að 25 ár voru þá liðin frá því að hún gaf út sína fyrstu plötu.

Birti hún myndband frá viðburðinum á Instagram-síðu sinni og í athugasemdum veltu sumir fyrir sér holdafari hennar. Ýjuðu margir að því að hún virkaði „lasin“.

Sumir komu poppstjörnunni til varnar og sögðu það ósmekklegt að velta holdafari hennar fyrir sér. Hennar heilsa væri hennar einkamál.

„Christina hefur alltaf verið grönn, sem unglingur var hún náttúrulega grönn. Vissulega hefur þyngdin sveiflast í takt við aukinn aldur, barneignir og fleira. Ozempic eða ekki. Látið hana vera, fjandinn hafi það,“ sagði einn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ógnvekjandi myndband sýnir hvað getur beðið kvenna sem ferðast einar

Ógnvekjandi myndband sýnir hvað getur beðið kvenna sem ferðast einar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta áttu aldrei að segja við þá sem syrgja – Frásögn konu sem missti eiginmann og son með fimm daga millibili

Þetta áttu aldrei að segja við þá sem syrgja – Frásögn konu sem missti eiginmann og son með fimm daga millibili
Fókus
Fyrir 4 dögum

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?