fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fókus

Egill Helga: Ingi Þór ein af stjörnum Ólympíuleikanna – „Bráðskemmtilegt að fylgjast með“

Fókus
Þriðjudaginn 30. júlí 2024 13:02

Ingi Þór Ágústsson. Mynd/Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ingi Þór Ágústsson er í mínum huga ein af stjörnum Ólympíuleikanna. Hann lýsir sundi á Rúvinu af innlifun og tilfinningu þannig að bráðskemmtilegt er að fylgjast með. Meiriháttar.“

Þetta segir sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason á Facebook-síðu sinni og hrósar þar fyrrnefndum Inga Þór sem slegið hefur í gegn með líflegum lýsingum sínum af sundkeppni Ólympíuleikanna sem sýndir eru á RÚV.

Ingi Þór lýsti til dæmis sundkeppninni í morgun þar sem Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee kepptu. Snæfríður missti af sæti í undanúrslitum í 100 metra skriðsundi en Anton komst í undanúrslit í 200 metra bringusundi. Lýsti Ingi sundinu af mikilli innlifun.

Margir taka undir með Agli ef marka má athugasemdir við færslu hans.

„Sammála. Hann gerir þetta skemmtilega,“ segir einn. „Algjörlega sammála,“ segir annar og meira að segja fyrrverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, leggur orð í belg og segir að Ingi Þór sé toppmaður. Einn segir svo að Ingi minni á annan kunnan lýsanda.

„Sammála! Hann er Sigurbjörn sundsins,“ segir viðkomandi og vísar í hinn þrælskemmtilega Sigurbjörn Árna Arngrímsson sem er þekktur fyrir snilldarlegar lýsingar sínar á frjálsum íþróttum.

Færsla sem RÚV birti á X í gærkvöldi:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Spánverji gapandi hissa á íslenska endurvinnslukerfinu – Greinir frá því hvað hann fékk mikinn pening fyrir dósirnar

Spánverji gapandi hissa á íslenska endurvinnslukerfinu – Greinir frá því hvað hann fékk mikinn pening fyrir dósirnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill að næsti eiginmaður glími við getuleysi

Vill að næsti eiginmaður glími við getuleysi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það sem Benedikt sagði sem kom upp um áform hans um að biðja Sunnevu

Það sem Benedikt sagði sem kom upp um áform hans um að biðja Sunnevu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Ég hef alltaf litið á þetta sem morð“

„Ég hef alltaf litið á þetta sem morð“