fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fókus

Mættu búningaklæddar í anda Deadpool & Wolverine

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 23. júlí 2024 08:30

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinkonurnar Blake Lively og Gigi Hadid tóku búningaþemað alla leið og mættu búningaklæddar í þema Deadpool & Wolverine á frumsýningu myndarinnar í New York á mánudag.

Lively var í rauðum heilgalla með svörtum blúnduskreytingum frá Atelier Versace, en eins og aðdáendur vita þá klæðist aðalpersónan rauðum heilgalla. Eiginmaður Lively, Ryan Reynolds, bregður sér nú í gallann í fjórða sinn. 

Hælar, eyrnalokkar og svört taska, sem líkist kúlu í keðju, toppaði svo útlitið.

Hadid heiðraði hina aðalpersónuna, Wolverine, sem leikinn er  af Hugh Jackman. Hún klæddist gulum topp og pilsi frá Miu Miu. Fylgihlutir voru armbönd frá Alexis Bittar, gyllt hálsmen, svartir hælar og gul handtaska með Deadpool skrauti.

Mynd: Getty

Aðalleikarnir Reynolds og Jackman mættu hins vegar búningalausir og klæddust þess í stað klassískum svörtum jakkafötum.

Mynd: Getty

Lively hefur stutt mann sinn í kynningarherferð fyrir myndina, en fyrr í mánuðinum birti hún myndband þar sem Reynolds heldur á Dogpool, hvolpinum úr myndinni, þegar hann var að kynna myndina í London. Sagði hún eiginmanninn vera að „að reyna að gera hana ófríska  aftur“ með myndbandinu. Hjónin eiga dæturnar James, níu ára, Inez, sjö ára, og Betty, fjögurra ára, og fjórða barnið, hjónin hafa enn ekki gefið upplýsingar um kyn þess. Reynolds opinberaði hins vegar nafn barnsins á frumsýningu myndarinnar í New York á mánudag, en yngsta barnið heitir Olin.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Ryan Reynolds (@vancityreynolds)

Reynolds sagði í viðtali við E! nýlega að hann væri alveg til í fleiri börn. „Eins mikið af litlum fótum og hægt er, að hlaupa um, rústa dóti í húsinu. Ég elska það. Eignumst fleiri!“

Deadpool & Wolverine verður frumsýnd hérlendis á morgun.

Mynd: Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum