fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Fyrsta stefnumótið endaði á sjúkrahúsinu – Varar aðra við að gera sömu kynlífsmistök

Fókus
Miðvikudaginn 12. júní 2024 12:55

Afar óheppilegt en sem betur fer ekki lífshættulegt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klámstjarnan Alicia Davis lenti í „óheppilegu atviki“ á fyrsta stefnumóti og endaði á spítala.

Davis, 32 ára, er vinsæl klámstjarna frá Ástralíu og greindi frá óhappinu á samfélagsmiðlum.

Hún sagði að hún hafi farið á fyrsta stefnumót með karlmanni og þeim hafi komið mjög vel saman, svo vel saman að þau hafi endað saman í rúminu. En gamanið kárnaði þegar kynlífstæki, sem þau voru að nota, „hvarf“ skyndilega.

Davis ákvað að vera opin með þetta á TikTok til að vara aðra við að gera ekki sömu mistök. Hún sagði að vegna starfs hennar væri hún eins konar reynslubolti í þessum efnum en hún hafi ekki haft hugmynd um að eitthvað svona gæti gerst.

„Við ákváðum að nota anal plug í kynlífinu og allt í einu leið mér eins og það væri dottið út úr mér,“ sagði Davis í myndbandi á miðlinum. Anal plug eða butt plug er tæki fyrir endaþarm.

@littlebrunettebaddiee Part 1: First date mishap lands me in ER #date #dating #firstdate #firstdategonewrong #datingadviceforwomen #dateideas #datenight #storytime #surgery #viral #viralvideo #viraltiktok #fyp #fypシ゚viral #foryou #foryoupage #creator ♬ original sound – Alicia

„Þannig við stoppuðum og ég þreifaði þarna niðri og fann að það var horfið. Við byrjuðum að leita í rúminu og tókum sængurnar og koddana af rúminu, leituðum undir rúminu en fundum það hvergi. Ég hugsaði bara: Nei, það getur ekki verið, það getur ekki verið!“

En það kom aðeins eitt til greina og eftir nánari skoðun var það öruggt, tækið var ennþá inni í henni. Sá sem var með henni á stefnumótinu reyndi sitt besta að ná því út en ekkert gekk. Hún hringdi þá í vinkonu sína, sem er hjúkrunarfræðingur, sem ráðlagði Davis að fara upp á sjúkrahús. Röntgenmyndataka staðfesti að tækið væri vissulega enn inni í henni.

An adult toy got stuck in her rectum, resulting in surgery. Picture: Supplied

„Það reyndu tvær manneskjur á spítalanum að ná tækinu út en þær gátu það ekki. Hjúkrunarfræðingarnir sögðu að það þyrfti að svæfa mig svo líkaminn minn væri nógu slakur svo hægt væri að fjarlægja tækið. Þeir sögðu einnig að aðgerðin myndi taka í heild um fimm mínútur en það var svo mikið að gera hjá þeim, og mitt tilfelli ekki alvarlegt og önnur mikilvægari mál ganga að sjálfsögðu fram fyrir. Ég var líka í engum sársauka, þannig ég þurfti að bíða í tvo daga með tækið enn inni í mér.“

Á spítalanum.

Davis birti myndefni frá sjúkrahúsdvölinni á TikTok.  „Þessa tvo daga þá var mér ekki illt, mér leið ekki óþægilega eða neitt svoleiðis. Mér leið bara eins og ég þyrfti að fara á klósettið en gæti það ekki,“ sagði hún.

Það gekk vel að fjarlægja hlutinn úr endaþarm Davis og spurðu meira að segja læknarnir hana hvort hún vildi eiga tækið.

„Ég sagði þeim að henda því þar sem ég ætti nóg heima,“ sagði hún.

„Þeim fannst það fyndið, en afslappað viðmót þeirra gerði þetta allt svo miklu betra fyrir mig.“

@littlebrunettebaddiee Part 2: First date mishap lands me in hopsital needing surgery #date #dating #firstdate #firstdategonewrong #datingadviceforwomen #dateideas #datenight #storytime #surgery #viral #viralvideo #viraltiktok #fyp #fypシ゚viral #foryou #foryoupage #creator ♬ original sound – Alicia

Atvikið hafði meiri andleg áhrif en líkamleg. Það tók hana marga mánuði að þora að nota kynlífstæki aftur. Hún segir að hún hafi verið dauðhrædd fyrst en nú sé hún byrjuð að nota slík tæki aftur en að hún passi sig betur.

„Ég fer varlegar þessa dagana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld