fbpx
Fimmtudagur 25.september 2025
Fókus

Simmi segir alla söguna um hvernig hann missti bílprófið – „Ég er ekki að réttlæta þetta í eina mínútu, ég stórskammast mín fyrir þetta“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 11. maí 2023 10:19

Simmi Vill.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, kallaður Simmi Vill, missti bílprófið á dögunum og verður á reiðhjóli í sumar. Fyrst greindi hann frá því að hann hafi ákveðið að taka upp bíllausan lífsstíl í sumar en sagði svo ástæðuna ekki vera til að jafna kolefnisspor sitt heldur vegna þess að hann hafi verið sviptur ökuréttindum tímabundið.

Simmi segir alla sólarsöguna í nýjasta þætti af hlaðvarpinu 70 mínútur.

Simmi Vill vs Edda Falak

Málið vakti mikla athygli í fjölmiðlum um helgina. Valgerður Árnadóttir, varaþingmaður Pírata, líkti málum Simma og Eddu Falak saman og spurði hvort athafnamaðurinn væri nú búinn að missa trúverðugleika sinn eins og Edda.

Hugi Halldórsson, hinn umsjónarmaður þáttarins, segir skoðun Valgerðar vera „alvöru heilaprump.“

„Ég ber alveg virðingu fyrir skoðunum fólks en að reyna að líkja þessu saman við Eddu Falak er heilaprump, svo ég taki vægt til orða sko,“ segir Hugi.

Sjá einnig: Líkir málum Sigmars og Eddu saman – „Þetta er eins og að bera saman Jeffrey Dahmer við Alec Baldwin“

„Hennar „take“ var kannski ekki heilaprump því þegar ég las færsluna hennar þá var hún hvorki búin að kynna sér málið eða aðdraganda eða nokkurn skapaðan hlut og virtist henda í einhverja færslu,“ segir Simmi.

„Bara réðst á lyklaborðið og þetta var útkoman,“ segir Hugi.

„Ég vissulega missti bílprófið. Ég hugsaði bara með mér þegar það gerðist: „Þetta er ekki gott.“ Ég skal segja þér söguna af því hvernig þetta gerðist,“ segir Simmi.

Sagan af því hvernig Simmi missti bílprófið

Simmi viðurkennir að ástæðan fyrir því að hann hafi misst bílprófið hafi verið sú að hann hafi keyrt undir áhrifum áfengis.

„Ég var búinn að fá mér, ég ætla ekki að segja að ég hafi talið þá, en þetta hafa verið þrír til fimm bjórar á þriðjudagskvöldi,“ segir hann.

Simmi segir að hann hafi verið að elda og hafi fengið sér bjór með matnum og á meðan hann horfði á fótboltaleik.

„Við erum að tala um lítinn dósabjór, ekkert mál. Þannig var kvöldið,“ segir hann.

„Ég er ekki að réttlæta þetta, en hugmyndirnar sem maður sjálfur er með, varðandi hvað maður hefur innbyrt mikið áfengi, eru kannski svolítið skakkar. Ég vona að þeir sem eru að hlusta og hafa lent í svipuðum aðstæðum, að þeir taki ekki ákvörðun um að keyra. Það er ekki það sem ég er að réttlæta, ég er ekki að réttlæta þetta í eina mínútu, ég stórskammast mín fyrir þetta. Aðstæðurnar voru samt þessar að ég var heima hjá mér, var að horfa á fótbolta, fékk mér bjóra, veit ekki hvort þeir voru fjórir eða fimm, klárlega ekki meira en það og ég var að fara að sofa,“ segir Simmi.

„Það er auðvitað stórhættulegt“

Simmi segir að þá hafi hann fengið símtal frá Securitas um að öryggiskerfið væri komið í gang í Minigarðinum í Skútuvogi en Simmi býr í Mosfellsbæ og að það hafi ekki náðst í þá tvo aðila sem er haft samband við á undan honum þegar svona mál koma upp og hann hafi ákveðið að „græja þetta.“

„Á þeim tímapunkti, og ég segi það satt, þá einfaldlega hvarflaði ekki að mér að það væri áfengi í mínu blóði. Hvorki var ástandið mitt statt þar né nokkuð annað. Þannig ég stökk upp í bílinn eins og ekkert væri og keyrði niður eftir,“ segir hann og bætir við á heimleiðinni hafi hann verið stöðvaður af lögreglunni ásamt öðrum bílum að keyra upp Ártúnsbrekkuna.

„Ég var bara góður. Ég var hvorki að keyra hratt né neitt. Ég keyrði framhjá þessum [lögreglubíl] og notabene ég var ekki einu sinni að hugsa, „heyrðu já ég fékk mér bjór yfir leiknum.“ Af því mér fannst það svo sjálfsagt að drekka bjór yfir leik, og fyrir miðnætti, og hoppa upp í bíl og keyra,“ segir hann og bætir við að þarna hafi hann lært ákveðna lexíu um áfengisneyslu, því hann hafi ekki spáð í bjórnum sem hann drakk fyrr um kvöldið þegar hann steig upp í bílinn.

„Það er auðvitað stórhættulegt og það er kannski fullt af fólki sem gerir þetta og er ekkert að pæla í því.“

Hann segir að lögregluþjónarnir hafi verið mjög almennilegir og skutlað honum heim eftir að hann fór í blóðprufu. Það tók margar vikur að fá úr blóðprufunni en hann ákvað að segja drengjunum sínum, sem eru á bilinu 13 ára til 20 ára, strax frá þessu.

„Ég fékk niðurstöðuna í lok apríl og þá kom í ljós að þetta voru við lægstu mörkin.“ Hann fær bílprófið aftur í ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Myndband: Þórdís Elva og Jann fagna fimm mánuðum saman

Myndband: Þórdís Elva og Jann fagna fimm mánuðum saman
Fókus
Fyrir 2 dögum

Helgi var 42 ára þegar hann áttaði sig á því að einkvæni væri ekki fyrir hann

Helgi var 42 ára þegar hann áttaði sig á því að einkvæni væri ekki fyrir hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Augnablikið þegar hún komst að því að eiginmaður hennar hefði verið skotinn

Augnablikið þegar hún komst að því að eiginmaður hennar hefði verið skotinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

LXS-skvísurnar ferðuðust með stæl á tónleikana með Birni – „Erfitt að fara í venjulegan bíl eftir þetta“

LXS-skvísurnar ferðuðust með stæl á tónleikana með Birni – „Erfitt að fara í venjulegan bíl eftir þetta“