fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fókus

Systir Meghan Markle stefndi henni fyrir að segjast hafa alist upp sem einkabarn – Segir að ummæli Meghan hafi kallað yfir hana hatur

Fókus
Föstudaginn 31. mars 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hertogaynjan Meghan Markle hafði betur í meiðyrðamáli hálfsystir hennar, Samantha Markle, höfðaði gegn henni.

Samantha hélt því fram að Meghan hafi dreift rætnum lygum í frægu viðtali sem Oprah tók við hertogaynjuna og eiginmann hennar, Harry Bretaprins, árið 2021, og eins í yfirlýsingu sem Meghan sendi fjölmiðlum árið 2020.

Fór Samantha fram á rúmar 10 milljónir í miskabætur. Að sögn New York Post snerust ummælin, sem fóru fyrir brjóstið á Samönthu, um það að Meghan hafi alist upp sem einkabarn, en Samönthu þótti sú yfirlýsing vera niðurlægjandi og full af hatri í hennar garð.

Samantha lýsti því við dóminn að hún og Meghan hafi verið nánar þegar Meghan var barn. Hafi Samantha skutlað Meghan í skólann og hjálpað henni með heimavinnu sína. Þær hafi haldið áfram að vera nánar eftir að Meghan sló í gegn en samband þeirra hafi súrnað eftir að Meghan kynntist Harry.

Vísaði Samantha til þess að í bók sem var skrifuð um hertogahjónin, án þeirra leyfis, hafi því verið haldið fram að Meghan og Samantha hafi aðeins rekist á hvor aðra tvisvar sinnum í æsku og það sé bara til ein mynd af þeim saman. Var því haldið fram að Samantha hefði haft samband við miðilinn The Sun til að selja þeim frétt um það hvernig Meghan hafi alltaf dreymt að gifta sig inn í konungsfjölskyldu.

Í viðtalinu við Opruh hafi Meghan haldið því fram að Samantha hefði tekið upp Markle eftirnafnið aðeins eftir að Meghan og Harry fóru að stinga saman nefjum, til að geta nýtt sér fjölskyldutengslin.

Hélt Samantha því fram að ummæli Meghan um hana hafi gert það að verkum að nágrannar hennar snerust gegn henni og hafi Samantha verið látin líta út fyrir að að vera tækifærissinni sem ætlaði að græða á frægð systur sinnar, þrátt fyrir að eiga í engum samskiptum við hana. Hafi orðspor hennar boðið mikla hnekki og hafi Samantha fengið mikið af hatri yfir sig og jafnvel hafi einn aðdáandi Meghan setið fyrir henni.

Í gær komst dómari í Flórída að þeirri niðurstöðu að ásakanirnar ættu ekki rétt á sér og vísaði málinu frá dómi. Sagði dómarinn að ummæli Meghan hafi lýst skoðun hennar um æsku sína og samband sitt við systkini sín, og ekki væri hægt að afsanna slíkt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala