fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fókus

Ellen og Portia selja eign með afslætti – Hefur þó lítil áhrif á fjárhaginn

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 30. mars 2023 14:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Ellen DeGeneres og Portia de Rossi hafa í gegnum tíðina átt nokkrar fasteignir og jafnan náð að selja þær aftur með ágóða. Það á þó ekki við fasteign þeirra í Montecito, sem þær vildu fá 5,8 milljón dollara fyrir, en náðu loksins að selja á 5,1 milljón dollara eða um 300 þúsund dollurum minna en þær keyptu eignina á, tæp 41 milljón íslenskra króna.

Fyrir tveimur mánuðum seldu þær aðra fasteign sem þær áttu með ágóða upp á 7 milljónir króna og í september í fyrra þá þriðju í Santa Barbara með ágóða upp á 15 milljónir dollara, þannig að salan á Montecito eigninni ætti ekki að hafa veruleg áhrif á fjárhaginn.

Eignin í Montecito var byggð í upphafi 20. aldar og hvílir á næstum fjórðungi hektara lands falið á bak við hátt limgerði. Byggingin er u-laga með tveimur svefnherbergjum og þremur baðherbergjum í rúmlega 1.900 fm íbúðarrými á einni hæð, harðviðargólf, hvelfdu lofti, skrautsúlum og upprunalegum innbyggðum innréttingum.

Verönd opnast inn í breiðan gang sem leiðir fólk inn í stofu með arinn og stórum gluggum. Eldhúsið er með granítborðplötum og nýrri innréttingu, borðstofa og húsbóndaherbergi með arinn og eitt baðherbergið er innréttað sem spa.

Í bakgarðinum eru þrjár aðskildar byggingar: eins svefnherbergja, eins baðs gestabústaður, aukaíbúð og bílskúr fyrir einn bíl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vekur reiði með umdeildu tónlistarmyndbandi – Heimilisofbeldi og klám

Vekur reiði með umdeildu tónlistarmyndbandi – Heimilisofbeldi og klám
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þegar ég hitti annað fólk sem á sömu lífsreynslu gerist eitthvað, þar sem báðir aðilar skilja hvað hinn hefur upplifað“

„Þegar ég hitti annað fólk sem á sömu lífsreynslu gerist eitthvað, þar sem báðir aðilar skilja hvað hinn hefur upplifað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry óttast útskúfun frá Bretlandi þegar Vilhjálmur tekur við völdum

Harry óttast útskúfun frá Bretlandi þegar Vilhjálmur tekur við völdum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Rebel Wilson í hatrömmum deilum í tengslum við fyrsta leikstjórnarverkefnið – „Algjörir fávitar“

Rebel Wilson í hatrömmum deilum í tengslum við fyrsta leikstjórnarverkefnið – „Algjörir fávitar“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Skrúfar fyrir fjárhagsstuðning við fjölskylduna – „Ég er ekki „velferðarþjónusta“

Skrúfar fyrir fjárhagsstuðning við fjölskylduna – „Ég er ekki „velferðarþjónusta“