fbpx
Föstudagur 01.ágúst 2025
Fókus

Nick Cannon segir að Mariah Carey sé „ekki mennsk“

Fókus
Miðvikudaginn 22. mars 2023 12:03

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska sjónvarps- og útvarpsstjarnan Nick Cannon sagði í viðtali að fyrrverandi eiginkona hans og barnsmóðir hans, stórsöngkonan Mariah Carey, væri „ekki mennsk.“

Nick og Mariah voru gift frá 2008 til 2016. Þau eiga saman tvíburana Moroccan og Monroe, 11 ára. Sjónvarpsmaðurinn eignaðist tólfta barn sitt í desember.

Ástin í lífi hans

Nick var á dögunum gestur í hlaðvarpsþættinum The Shade Room. Hann sagði að Mariah Carey hafi verið ástin í lífi hans.

„Ég var tólf ára gamall með myndir af Mariuh Carey á veggnum heima hjá mér, og það varð síðan eiginkona mín. Og svo er það sú staðreynd að hún er bara svalasta manneskja sem ég hef kynnst á ævi minni,“ sagði hann.

Nick Cannon er 42 ára og Mariah Carey er 53 ára.

Mariah, Nick og börnin þeirra tvö. Mynd/Getty

Hann sagði að Mariah væri „best“ og að „hún er alltaf svo hamingjusöm, alltaf að gera eitthvað fyrir aðra.“

„Sama hvað er í gangi hjá henni þá er ég alveg: „Vá, manneskja getur bara verið svona og ekki hleypt neikvæðri orku inn í líf sitt.“ Og þegar ég komst að því hversu ótrúleg hún er… þessi kona er ekki mennsk. Hún er guðsgjöf,“ sagði Nick.

Hann sagði að hjónaband þeirra hafi verið ævintýri líkast og að hann vilji frekar hugsa um það þannig heldur en að reyna á það aftur og að það verði ekki eins.

„En ef ég myndi fá tækifærið til að fara til baka og að þetta yrði eins, þá myndi ég grípa það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

„Þegar ég hitti annað fólk sem á sömu lífsreynslu gerist eitthvað, þar sem báðir aðilar skilja hvað hinn hefur upplifað“

„Þegar ég hitti annað fólk sem á sömu lífsreynslu gerist eitthvað, þar sem báðir aðilar skilja hvað hinn hefur upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Að stíga út fyrir þægindarammann tók sinn tíma“

Vikan á Instagram – „Að stíga út fyrir þægindarammann tók sinn tíma“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“