fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fókus

Sveinn Hjörtur ætlar að hreyfa sig daglega í mars – Hvetur aðra til að vera með

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 28. febrúar 2023 18:10

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, markþjálfi, hefur að eigin sögn öðlast nýtt líf eftir útskrift úr markþjálfanáminu og hjáveituaðgerð sem hann fór í. Með markvissri vinnu síðastliðin þrjú ár tók Sveinn Hjörtur hugarfarið, heilsuna og líkamann í endurskoðun. 

Sveinn Hjörtur var orðinn 200 kílógrömm og nánast hættur að geta gengið

Og nú er komið að næstu áskorun, að hreyfa sig daglega í marsmánuði í minnst 30 mínútur hvern dag. 

„Ég fékk hvatningu frá sjúkraþjálfaranum mínum sem hefur gert þetta með vinkonum sínum. Mér fannst þetta því tilvalið og þá um leið að hvetja mig í að halda áfram lífstílsbreytninni, og hvetja aðra til að byrja rólega, því 30 mínútur á dag er góð byrjun og það í 30 daga,“ segir Sveinn Hjörtur í samtali við DV. 

„Mars er tilvalinn í verkefnið og það er vor í lofti og því tilvalið að fara út og hreyfa sig markvisst.“

Sveinn Hjörtur hefur stofnað hóp á Facebook og hvetur alla til að vera með í áskorunni, sem kostar ekkert nema hreyfinguna og ánægjuna að vera með.

„Nú hafa um 70 manns gert sig klára. Aðalmálið er að byrja! Kostar ekkert, allir geta tekið þátt hvar sem er á landinu eða heiminum. Hluti af markþjálfun er að gefa af sér og hvetja aðra því allt er hægt að gera með því að setja sér markmið.“

Vinur Sveins Hjartar þjófstartaði áskoruninni með honum um helgina.

Sveinn Hjörtur hvetur þá sem eru með að taka mynd af sér í göngutúrnum, í ræktinni, eða gönguleiðinni sem farin er eða af annarri hreyfingu sem viðkomandi tekur þátt í og deila í hópnum. „Hvetjum aðra til að koma með okkur, deilum og höfum gaman.“

Hópurinn á Facebook.

Viðburður á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sextug ofurfyrirsætan sýnir stolt líkamann án filters – „Þetta er ég“

Sextug ofurfyrirsætan sýnir stolt líkamann án filters – „Þetta er ég“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Illkvittna gælunafnið sem Gwyneth notaði fyrir Winonu afhjúpað

Illkvittna gælunafnið sem Gwyneth notaði fyrir Winonu afhjúpað
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gallabuxnaauglýsing kynbombunnar sögð vera nasistaáróður

Gallabuxnaauglýsing kynbombunnar sögð vera nasistaáróður
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svavar Knútur átti íslenskustu stund lífs síns – „Vinur minn er að mæta í kaffi með egg og fötu af kjúklingaskít“

Svavar Knútur átti íslenskustu stund lífs síns – „Vinur minn er að mæta í kaffi með egg og fötu af kjúklingaskít“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Harry óttast útskúfun frá Bretlandi þegar Vilhjálmur tekur við völdum

Harry óttast útskúfun frá Bretlandi þegar Vilhjálmur tekur við völdum
Fókus
Fyrir 1 viku

Þess vegna fjaraði samband Paltrow og Pitt út – Hún var rík og fáguð, hann hafði starfað sem kjúklingur

Þess vegna fjaraði samband Paltrow og Pitt út – Hún var rík og fáguð, hann hafði starfað sem kjúklingur
Fókus
Fyrir 1 viku

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld