Leikkonan Courteney Cox sá hvað rapparinn Kanye West skrifaði um Friends og er ekki sátt.
Í síðustu viku gagnrýndi Kanye þættina og sagði að þeir væru „ekki fyndnir.“
Þetta var í sömu færslu og hann neitaði að vera sá sem skrifaði: „Kim fær mjög oft niðurgang“.
„Ég veit þið verðið fyrir vonbrigðum en ég skrifaði heldur ekki tístið um að „Friends er ekki heldur fyndið.“ En ég vildi óska þess að ég hefði gert það,“ sagði hann.
Friends-leikkonan tjáði sig um málið á Instagram.
„Ég þori að veðja að gamla Kanye fannst Friends fyndið,“ skrifaði hún með fyndnu myndbandi af sér hlusta á lagið „Heartless“ með rapparanum og slökkva á því þegar hún les athugasemd hans.
View this post on Instagram