fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fókus

Sannleikurinn að baki kynlífshjálpartækjunum á heimili Gerðar í Blush

Fókus
Miðvikudaginn 29. júní 2022 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar af því bárust fréttir að Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, hefði sett húsið sitt í Kópavoginum á sölu tóku glöggir eftir því að kynlifshjálpartæki var að finna á fasteignamyndunum. Nánar tiltekið leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir og héldu fylgjendur hennar í leit að fleiri slíkum. 

Úr varð heljarinnar samkvæmisleikur á samfélagsmiðlum þar sem kapp var lagt á að finna sem flest tólin. Meðal þeirra kynlífshjálpartækja sem fundust voru sleipiefni, snípakitlar, múffur og víbratora víðs vegar um íbúðina. En ekki er allt sem sýnist. 

Í ljós hefur komið að um er að ræða frumlega auglýsingaherferð Blush. Það var sem auglýsingastofan Pipar/TBWA sem sá um gerð hennar fyrir verslunina. 

Í færslu sem auglýsingastofan birti á Facebook síðu sinni segir að herferðin undirstriki að kynlífsleikföng séu eðlilegur hluti af heilbrigðu kynlífi.

,,Við bjuggum til þraut þar sem kynlífsleikföng eru sýnd í hversdagslegum aðstæðum og fólk hvatt til að reyna að finna þau innan um alla hina hversdagsmunina. Til að hefja herferðina af krafti fengum við Gerður Huld Arinbjarnardóttir í Blush til að setja húsið sitt á sölu og komum vörum úr versluninni fyrir á fasteignamyndunum. Og það stóð ekki á viðbrögðunum. Fólk var ekki lengi að koma auga á munina, þó þeir hafi litið út eins og hverjir aðrir hversdagslegir munir. Rétt eins og í herferðinni sjálfri.“ 

Hér má sjá nokkrar af þeim færslum sem birtar.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Freyja flytur sig um set

Freyja flytur sig um set
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Dan lá andvaka og heyrði í rafmagninu – „Ég fékk skilaboð að handan“

Gunnar Dan lá andvaka og heyrði í rafmagninu – „Ég fékk skilaboð að handan“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekktu Íslendingarnir sem eru næs – Og hinir sem eru það ekki

Þekktu Íslendingarnir sem eru næs – Og hinir sem eru það ekki
Fókus
Fyrir 4 dögum

Endurskapar málverk föður síns

Endurskapar málverk föður síns