fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Íslendingar missa sig yfir myndinni af stjörnuparinu – „Ég tók bókstaflega andköf“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 26. júlí 2021 20:00

Mynd/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Jennifer Lopez og leikarinn Ben Affleck voru sannkallað stjörnupar þegar þau byrjuðu saman árið 2002. Jennifer og Ben, eða Bennifer eins og þau voru gjarnan kölluð, hættu saman árið 2004 og olli það miklu vonbrigðum hjá aðdáendum stjörnuparsins.

Nú geta aðdáendur þeirra þó tekið gleði sína á ný því Jennifer og Ben eru byrjuð aftur saman. Orðrómur um að þau væru byrjuð að rugla saman reitum á ný fór nýverið á flug og skömmu síðar staðfesti Jennifer að þau væru byrjuð aftur saman. Aðdáendur Bennifer öskruðu um leið húrra og fóru að sökkva sér ofan í ástarlíf stjarnanna tveggja sem voru nú sameinaðar á ný.

Um helgina birti Jennifer fjórar myndir af sér á samfélagsmiðlum en myndirnar hafa vakið gríðarlega athygli hjá aðdáendum Bennifer. Ástæðan er sú að á fjórðu myndinni má sjá þau Jennifer og Ben kyssast. Á hinum myndunum má svo sjá Jennifer í sundfötum og með hatt.

Aðdáendur Bennifer á Íslandi eru í skýjunum með fréttirnar af stjörnunum og myndin sem Jennifer birti olli mikilli ánægju hjá aðdáendahópnum. Íslensk kona birti færslu á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hún velti því fyrir sér hvers vegna hún væri svo ánægð með að sjá þau Jennifer og Ben saman á ný.

Fjöldi fólks tók að sjálfsögðu undir með henni enda finnst fleirum yndislegt að sjá þegar ástin sigrar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota
Fókus
Fyrir 2 dögum

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 2 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram