fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fókus

Klámsíðurnar sem kynlífssérfræðingur mælir með

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 10. júlí 2021 22:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Isiah McKimmie, kynlífssérfræðingur ástralska fjölmiðilsins News.au, svarar spurningum lesenda í hverri viku. Í þetta sinn var hún að gefa konu ráð um hvað hún ætti að gera varðandi beiðni eiginmannsins um að horfa á klám saman.

Isiah hrósar konunni fyrir að horfa á beiðni eiginmannsins með opnum hug og viðurkennir að klám er vissulega umdeilt.

Hún segir að klám hafi sína kosti, eins og að auka ástríðu og spennu í sambandi og getur „kveikt frekar fljótt“ í pörum sem eru að leitast eftir því að stunda kynlíf saman.

„Það getur einnig verið nytsamlegt til að uppgötva hvað vekur áhuga þinn í kynlífi, á meðan þú opnar einnig reynsluheim þinn á fleiri sviðum.“

Isiah nefnir aðrar leiðir til að auka ástríðu og spennu. Eins og að prófa nýjar mismunandi stellingar, eyða meiri tíma í forleik og tala um fantasíur.

Þegar kemur að því að ræða klámáhorf við makann þinn segir Isiah að það sé gríðarlega mikilvægt, enda samskipti lykillinn að góðu sambandi. Hún nefnir nokkrar spurningar sem væru góðar í því samtali, eins og „hvað við klám vekur áhuga þinn?“ og „er eitthvað sem þér finnst óþægilegt við klám?“

Klám fyrir konur

Konan sem sendi spurninguna á Isiah sagðist stundum horfa á klám en þá aðallega lesbískt klám. „Hefðbundið klám einblínir sjaldan á ánægju konunnar og er oft niðurlægjandi gagnvart konum. Samkvæmt könnun PornHub árið 2017 var vinsælasta leitarorðið þeirra „klám fyrir konur.“ Sem betur fer erum við að sjá aukningu í klámi sem er gert fyrir konur, framleitt af konum, en það getur verið erfitt að finna það,“ segir Isiah.

Hún mælir með nokkrum siðferðislegum og kvenvænum klámsíðum.

FrolicMe

FrolicMe deilir fallegu og þokkafullu erótísku klámi fyrir konur og pör.

Make Love Not Porn

Make Love Not Porn er með raunverulegt kynlíf sem fagnar því mannlega, vandræðalega og stórkostlega við kynlíf.

Bellesa

Það er ekkert handrit fyrir klámmyndböndin á Bellesa. Leikararnir eru hvattir til að vera stöðugt í samskiptum um hvað þeim þykir gott.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrauna yfir All´s Fair – Sögð vera versta sjónvarpsþáttaröðin

Hrauna yfir All´s Fair – Sögð vera versta sjónvarpsþáttaröðin
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það