fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Fókus

Opnar sig um heimilisofbeldið – „Hann neyddi mig til að sofa nakin“

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. febrúar 2021 21:00

Myndir: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan FKA twigs birtist í sínu fyrsta sjónvarpsviðtali síðan hún sakaði leikarann Shia LaBeouf um gróft heimilisofbeldi í dag á CBS. Daily Mail greinir frá. Hún segir sambandið hafa verið martröð og að hann hafi beitt hana andlegu og líkamlegu ofbeldi. LaBeouf hefur neitað öllum sökum.

„Hann vakti mig oft á næturnar til að öskra á mig og saka mig um alls konar hluti eins og að vera að plana að fara frá honum. Ég átti að sofa nakin því annars leið honum eins og ég væri að halda sjálfri mér frá honum,“ segir FKA twigs í viðtalinu og segir að allt í sambandinu hafi snúið um hann.

Hún sakar hann einnig um að hafa viljandi smitað sig af kynsjúkdómi og að hann hafi geymt byssu á náttborði sínu en hún óttaðist að hann myndi skjóta hana þegar hún fór á klósettið.

„Það sem ég fór í gegnum með honum er það versta sem ég hef gert á ævi minni. Ég held að flestir í kringum mig hafi haldið að þetta gæti ekki komið fyrir mig, en þetta getur komið fyrir alla,“ segir söngkonan en eins og áður kom fram neitar LaBeouf öllum ásökunum en hann er nýkominn úr meðferð og er því í pásu frá vinnu sinni. Hann hefur verið ásakaður af fleiri konum um ofbeldi og kynferðisbrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Reynir að tortíma mannkyninu

Reynir að tortíma mannkyninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Unnur Óla frumsýndi nýjan kærasta á Vitringunum 3

Unnur Óla frumsýndi nýjan kærasta á Vitringunum 3
Fókus
Fyrir 5 dögum

Börn áhrifavalds fengu miða á Iceguys í skóinn og allt varð vitlaust

Börn áhrifavalds fengu miða á Iceguys í skóinn og allt varð vitlaust
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Svo hef ég alltaf einhverjar teiknimyndasögur upp á að hlaupa“

„Svo hef ég alltaf einhverjar teiknimyndasögur upp á að hlaupa“