fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fókus

36 spurningar sem eru sagðar geta kveikt ástarneistann

Fókus
Sunnudaginn 31. október 2021 20:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilveran er önnur í dag heldur en hún var fyrir um áratug síðan. Með tilkomu stefnumótaforrita á borð við Tinder hafa stefnumót, sem áður var lítil hefð fyrir, orðið vinsæl hér á landi.

Margir sem eru nú að koma úr langtímasamböndum eru að horfast í augu við breytta tíma og finna kannski fyrir óöryggi gagnvart stefnumótamenningunni. Hvað á maður að ræða á fyrsta stefnumóti? Hvað á maður ekki að ræða?

Það er því ekki úr vegi að rifja upp svokölluðu ástarspurningarnar 36 sem félagssálfræðingurinn Arthur Aron heldur fram að geti skapað nánd milli tveggja einstaklinga á innan við klukkustund.

Fyrstu spurningarnar eru á léttu nótunum en krefjast svo stigmagnandi berskjöldunar. Hugmyndin á bak við þær er sú að með því að með berskjöldun skapist nánd.

Spurningarnar er upplagt að prófa á stefnumóti, en þær eru líka gagnlegar til þess að skapa nánd milli þeirra sem þekkjast fyrir. Það er ekki heldur nauðsynlegt að nota þær í leit af rómantískri ást, þær geta gagnast í vinaleit og til að auka nánd milli fjölskyldumeðlima, hjóna og svo framvegis og framvegis.

Hér fyrir neðan hefur spurningunum verið snarað yfir á íslensku, þeir sem vilja lesa þær á ensku geta skoðað þær hér.

  1. Ef þú gætir valið hvaða manneskju sem er, hverjum myndir þú vilja bjóða í mat?
  2. Langar þig að verða frægur og þá fyrir hvað?
  3. Áður en þú hringir eitthvert, æfir þú þig einhvern tímann hvað þú ætlar að segja? Hvers vegna?
  4. Hvernig væri fullkominn dagur í þínum huga?
  5. Hvenær söngstu seinast fyrir sjálfan þig? Eða fyrir einhvern annan?
  6. Ef þú gætir náð að verða 90 ára og haldið annað hvort hugarfari eða líkama þrítugrar manneskju seinustu 60 ár lífs þíns, hvort myndir þú velja?
  7. Hefurðu hugboð um það hvernig þú munt deyja?
  8. Nefndu þrjá hluti sem þú og manneskjan sem þú ert með virðist eiga sameiginlegt.
  9. Hvað ertu þakklátastur fyrir í lífinu?
  10. Ef þú gætir breytt einhverju varðandi uppeldið þitt, hverju myndir þú breyta?
  11. Á fjórum mínútum, reyndu að segja manneskjunni sem þú ert með lífssögu þína í eins miklum smáatriðum og þú getur.
  12. Ef þú gætir vaknað í fyrramálið með nýjan hæfileika eða persónueinkenni, hvað yrði það ?
  13. Ef kristalskúla gæti sagt þér sannleikann um sjálfan þig, lífið þitt, framtíðina eða hvað sem er. Hvað myndir þú vilja vita?
  14.  Hefur þig dreymt um að gera eitthvað í langan tíma? Hvers vegna hefur þú ekki gert það?
  15. Hvert er helsta afrek þitt í lífinu?
  16. Hvað finnst þér mikilvægast í vinskap?
  17. Hver er besta minning þín?
  18. Hver er versta minning þín?
  19. Ef þú vissir að eftir eitt ár yrðir þú bráðkvaddur, myndir þú breyta einhverju í lífi þínu og hvers vegna?
  20. Hvað þýðir vinskapur í þínum huga?
  21. Hvaða hlutverk spila ást og ástúð í lífi þínu?
  22. Skiptist á að deila því sem þið telji vera jákvæð persónueinkenni við hinn aðilan. Deilið alls fimm atriðum hvor.
  23. Hversu náin og hlý er fjölskylda þín? Telur þú að æska þín hafi verið hamingjuríkari en æska flestra?
  24. Hvernig líður þér með samband þitt við móður þína?
  25. Gerið þrjár sannar „við“ yfirlýsingar hvor. Sem dæmi, „við erum bæði inn í þessu herbergi og okkur líður…“
  26. Klárið þessa setningu: „Ég vildi að ég hefð einhvern í lífinu sem ég gæti deilt……..“
  27. Ef þú og manneskjan sem þú ert með endið með að verða nánir vinir, hvað væri mikilvægt fyrir hinn aðilann að vita.
  28. Segðu manneskjunni sem þú ert með hvað þér líkar í fari þeirra. Vertu hreinskilinn og segðu eitthvað sem þú líklega hefðir vanalega ekki sagt við manneskju sem þú varst að hitta í fyrsta sinn.
  29. Deildu með manneskjunni sem þú ert með vandræðalegri stund úr. lífi þínu.
  30. Hvenær gréstu seinast fyrir framan aðra manneskju? Hvað með þegar þú einn með sjálfum þér?
  31. Segðu manneskjunni sem þú ert með eitthvað sem þér líkar nú þegar í fari hennar.
  32. Hvað, ef eitthvað, er of alvarlegt til að grínast með?
  33. Ef þú myndir deyja í kvöld og hefðir ekki tækifæri til að tala við neinn áður en það gerist, hverju myndir þú sjá eftir að hafa aldrei sagt einhverjum? Af hverju hefur þú ekki sagt þetta við þann aðila fyrr?
  34. Heimili þitt, með öllum þínum eigum, verður alelda. Eftir að hafa bjargað ástvinum þínum og gæludýrum þá hefur þú tíma til að hlaupa einu sinni enn inn í húsið og bjarga einum hlut. Hvaða hlutur væri það og hvers vegna?
  35. Af öllum í fjölskyldunni þinni, dauði hvers yrði þér þungbærastur og hvers vegna?
  36. Deildu vandamáli úr þínu persónulega lífi fáðu manneskjuna sem þú ert með til að gefa þér ráð eða deila hvernig hún myndi takast á við vandamálið. Fáðu hana líka til að segja þér hvernig þér virðist líða gagnvart þessu vandamáli sem þú deildir.

Rithöfundurinn Mandy Len Catron notaði ofangreindar spurningar í ritgerðasafni sínu – Svona er hægt að verða ástfanginn af hverjum sem er. Hún bætti þar við lokaskrefi, eftir að búið er að fara í gegnum allar 36 spurningarnar. Þú og manneskjan sem þú ert að gera þessa tilraun með eigið að stara í augu hvors annars í fjórar mínútur. Sú störukeppni er víst bæði vandræðaleg og erfið, sérstaklega fyrstu tvær mínúturnar.

Í umfjöllun psychology today má finna þrjár viðbótaspurningar sem hægt er að nota í stað einhverra sem nefndar eru hér að ofan. Þær eru:

  • Ef þú gætir valið kyn og útlit barns þíns í móðurkvið, myndir þú gera það?
  • Værir þú tilbúinn að fá hryllilegar matraðir á hverri nóttu í heilt ár ef þú fengir gífurleg auðæfi að launum?
  • Á ferðalag til annarar borgar, þá hittir maki þinn og eyðir nóttinni með spennandi ókunnugum einstakling. Ljóst er að makinn mun aldrei hitta þessa manneskju aftur og ógjörningur væri fyrir þig að frétta af þessu hliðarspori nema ef makinn þinn segði þér frá því. Myndir þú vilja að makinn þinn játaði þetta fyrir þér eða ekki?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sextug ofurfyrirsætan sýnir stolt líkamann án filters – „Þetta er ég“

Sextug ofurfyrirsætan sýnir stolt líkamann án filters – „Þetta er ég“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Illkvittna gælunafnið sem Gwyneth notaði fyrir Winonu afhjúpað

Illkvittna gælunafnið sem Gwyneth notaði fyrir Winonu afhjúpað
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gallabuxnaauglýsing kynbombunnar sögð vera nasistaáróður

Gallabuxnaauglýsing kynbombunnar sögð vera nasistaáróður
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svavar Knútur átti íslenskustu stund lífs síns – „Vinur minn er að mæta í kaffi með egg og fötu af kjúklingaskít“

Svavar Knútur átti íslenskustu stund lífs síns – „Vinur minn er að mæta í kaffi með egg og fötu af kjúklingaskít“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Harry óttast útskúfun frá Bretlandi þegar Vilhjálmur tekur við völdum

Harry óttast útskúfun frá Bretlandi þegar Vilhjálmur tekur við völdum
Fókus
Fyrir 1 viku

Þess vegna fjaraði samband Paltrow og Pitt út – Hún var rík og fáguð, hann hafði starfað sem kjúklingur

Þess vegna fjaraði samband Paltrow og Pitt út – Hún var rík og fáguð, hann hafði starfað sem kjúklingur
Fókus
Fyrir 1 viku

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld