fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Fókus

Puma-einkaþota merkt rapparanum Jay-Z vekur athygli á Reykjavíkurflugvelli

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 9. júlí 2021 11:52

Skráningarnúmer Puma-þotunnar er tilvísun í rapparann Jay-Z

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti talsverða athygli þegar glæsileg einkaþota merkt íþróttarisanum Puma lenti á Reykjavíkurflugvelli fyrr í dag. Rapparinn Jay-Z, eiginmaður Beyonce, notar vélina reglulega enda er skráningarnúmer hennar, N444SC, tilvísun í kappann. Einkaþotur í Bandaríkjunum bera iðulega stafinn N fremst í skráningarnúmerum sínum en 444 er tilvísun í plötu rapparans 4:44 sem kom út árið 2017. SC er síðan tilvísun í raunverulegt nafn hans, Sean Carter.

Jay-Z og viðskiptafélagar hans fyrir framan þotuna glæsilegu fyrir nokkrum árum

Jay-Z lék lykilhlutverk fyrir nokkrum árum í markaðssókn Puma á hinum afar verðmæta íþróttaskómarkaði. Hann var titlaður listrænn stjórnandi fyrirtækisins en með því laðaði hann heimsfræga íþróttamenn til samstarfs við Puma. Einn liður í því að gera slíkt samstarf fýsilegt var Puma-einkaþotan.

Hana notar Jay-Z reglulega en  DV hefur ekki heimildir fyrir því hvort að hann  sé sjálfur á landinu. Eins og áður segir er vélin er reglulega leigð út til annarra viðskiptavina eða þá að íþróttamenn sem eru í samstarfi við Puma fá afnot af henni. Eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan þá væsir ekki um neinn í Puma-þotunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Illkvittna gælunafnið sem Gwyneth notaði fyrir Winonu afhjúpað

Illkvittna gælunafnið sem Gwyneth notaði fyrir Winonu afhjúpað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samsæriskenning Steineyjar um tónleika Kaleo

Samsæriskenning Steineyjar um tónleika Kaleo
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harry óttast útskúfun frá Bretlandi þegar Vilhjálmur tekur við völdum

Harry óttast útskúfun frá Bretlandi þegar Vilhjálmur tekur við völdum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svona getur þú fengið meira út úr göngutúrnum

Svona getur þú fengið meira út úr göngutúrnum
Fókus
Fyrir 1 viku

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld
Fókus
Fyrir 1 viku

Bale spókar sig í Eyjum

Bale spókar sig í Eyjum