fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Fókus

Jólalestin brunar af stað á morgun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 11. desember 2020 17:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jólalest Coca-Cola leggur af stað á morgun, laugardag, kl. 17, mörgum til mikillar gleði. Hægt er að sjá leið lesarinnar og fylgjast með henni í rauntíma á www.jolalestin.is

Jólalest Coca-Cola er fastur liður í jólaundirbúningi fjölmargra fjölskyldna en ljósum prýdd lestin keyrir sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 25. skiptið laugardaginn 12. desember. Jólalestin leggur af stað kl. 17:00 frá höfuðstöðvum Coca-Cola á Íslandi að Stuðlahálsi og ferðast um helstu hverfi höfuðborgarsvæðisins áður en hún snýr aftur upp á Stuðlaháls.

Vegna samkomutakmarkana og COVID-19 mun lestin ekki stoppa eins og venja hefur verið og hvetur Coca-Cola landsmenn til að fylgjast með lestinni og ljósadýrðinni úr góðri fjarlægð sem er engu síðri upplifun! Jólalestin keyrir um í lögreglufylgd og beinir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu því til fólks að sýna aðgát og koma ekki of nálægt lestinni. Þá aðstoðar Hjálparsveit skáta í Reykjavík við öryggisgæslu líkt og síðustu árin.

Til að koma öllum í rétta gírinn fyrir laugardaginn er gott að rifja upp gamlar og góðar jólaauglýsingar sem hafa fylgt okkur í gegnum tíðina. „Holidays are coming“-auglýsing Coca-Cola hefur verið sýnd í sjónvarpi á Íslandi á hverju ári síðan 1995. Henni fylgir óneitanlega nostalgíutilfinning. (https://www.youtube.com/watch?v=b6liVLkW-U8&feature=emb_logo)

Aðrir tengja jólin ef til vill meira við þessa auglýsingu sem leggur áherslu á frið og samkennd. Hún birtist fyrst um miðjan áttunda áratuginn og var fastur gestur á skjám landsmanna um jólin í fjölda ára: https://www.youtube.com/watch?v=_zCsFvVg0UY

Þá má horfa á nýjustu jólaauglýsingu Coca-Cola sem er leikstýrð af Taika Waititi sem hefur leikstýrt myndum á borð við Thor Ragnarok og Jojo Rabbit og kemur til með að leikstýra næstu Star Wars mynd: https://www.youtube.com/watch?v=jhr2GhdaV2k

Auglýsingin byggir á töfrum jólanna og hvetur fólk til að gefa sér tíma með fólkinu sínu á erfiðum tímum, hvort sem það er í persónu eða í gegnum tölvu. Þakklæti fyrir ástvini, samkennd með öðrum og samvera er það sem skiptir máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“

Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum