Jólalest Coca-Cola leggur af stað á morgun, laugardag, kl. 17, mörgum til mikillar gleði. Hægt er að sjá leið lesarinnar og fylgjast með henni í rauntíma á www.jolalestin.is
Jólalest Coca-Cola er fastur liður í jólaundirbúningi fjölmargra fjölskyldna en ljósum prýdd lestin keyrir sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 25. skiptið laugardaginn 12. desember. Jólalestin leggur af stað kl. 17:00 frá höfuðstöðvum Coca-Cola á Íslandi að Stuðlahálsi og ferðast um helstu hverfi höfuðborgarsvæðisins áður en hún snýr aftur upp á Stuðlaháls.
Vegna samkomutakmarkana og COVID-19 mun lestin ekki stoppa eins og venja hefur verið og hvetur Coca-Cola landsmenn til að fylgjast með lestinni og ljósadýrðinni úr góðri fjarlægð sem er engu síðri upplifun! Jólalestin keyrir um í lögreglufylgd og beinir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu því til fólks að sýna aðgát og koma ekki of nálægt lestinni. Þá aðstoðar Hjálparsveit skáta í Reykjavík við öryggisgæslu líkt og síðustu árin.
Til að koma öllum í rétta gírinn fyrir laugardaginn er gott að rifja upp gamlar og góðar jólaauglýsingar sem hafa fylgt okkur í gegnum tíðina. „Holidays are coming“-auglýsing Coca-Cola hefur verið sýnd í sjónvarpi á Íslandi á hverju ári síðan 1995. Henni fylgir óneitanlega nostalgíutilfinning. (https://www.youtube.com/watch?v=b6liVLkW-U8&feature=emb_logo)
Aðrir tengja jólin ef til vill meira við þessa auglýsingu sem leggur áherslu á frið og samkennd. Hún birtist fyrst um miðjan áttunda áratuginn og var fastur gestur á skjám landsmanna um jólin í fjölda ára: https://www.youtube.com/watch?v=_zCsFvVg0UY
Þá má horfa á nýjustu jólaauglýsingu Coca-Cola sem er leikstýrð af Taika Waititi sem hefur leikstýrt myndum á borð við Thor Ragnarok og Jojo Rabbit og kemur til með að leikstýra næstu Star Wars mynd: https://www.youtube.com/watch?v=jhr2GhdaV2k
Auglýsingin byggir á töfrum jólanna og hvetur fólk til að gefa sér tíma með fólkinu sínu á erfiðum tímum, hvort sem það er í persónu eða í gegnum tölvu. Þakklæti fyrir ástvini, samkennd með öðrum og samvera er það sem skiptir máli.