fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fókus

Sjáðu myndbandið: Sigga Dögg fór í brasilískt vax í beinni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 15. september 2020 11:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigga Dögg kynfræðingur fór í brasilískt vax í beinni á Instagram í dag. Hún gaf DV góðfúslegt leyfi til að deila myndbandinu með lesendum.

Sigga Dögg spyr Ernu snyrtifræðing að algengum spurningum þegar kemur að vaxi. Eins og hvernig er að fara í fyrsta skipti í vax, um ástæður þess að konur fara í vax, gyllinæð og femíníska skömm.

Sigga Dögg vill leggja áherslu á að brasilískt vax sé val en ekki skylda. Þær ræða meðal annars um þegar konur fara í vax án þess að virkilega vilja það, heldur til dæmis til að þóknast maka sínum. Erna nefnir dæmi um konu sem kom til hennar en endaði með að hætta við eftir gott og hreinskilið spjall. Síðan ræða þær um „femíníska skömm“ þess að fara í vax.

„Mér finnst þessi femíníska skömm komin á svo skrýtið plan. Í minni sannfæringu hélt ég að femínismi snerist um að þú mátt gera það sem þú vilt án þess að hafa einhverja skömm,“ segir Erna og heldur áfram:

„Af hverju þarft þú sem femínisti að skammast þín því þú ferð í vax? Við erum alveg að lenda í því að harðir femínistar hafi snúið þessu þannig að þeir eigi að vera með hár. Þannig þeir eru nánast að koma inn með huldu höfði og vilja ekki láta neinn vita. Ég segi alltaf: Er ekki partur af því að vera femínisti að gera einmitt það sem þú vilt gera, í þinni sannfæringu. Er það ekki sem baráttan snýst um, að þú sem einstaklingur hafir rétt til að gera það sem þú vilt?“

Þær ræða um margt og mikið eins og hvað á að gera eftir vax og að engin píka sé eins. „Þetta er bara eins og andlit, það er enginn eins,“ segir Erna.

Karlmenn eru einnig velkomnir í vax og segir Erna að það sé ein á stofunni sem sérhæfir sig í að vaxa karlmenn.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

https://www.instagram.com/p/CFJ6I1VgJz6/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sextug ofurfyrirsætan sýnir stolt líkamann án filters – „Þetta er ég“

Sextug ofurfyrirsætan sýnir stolt líkamann án filters – „Þetta er ég“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Illkvittna gælunafnið sem Gwyneth notaði fyrir Winonu afhjúpað

Illkvittna gælunafnið sem Gwyneth notaði fyrir Winonu afhjúpað
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gallabuxnaauglýsing kynbombunnar sögð vera nasistaáróður

Gallabuxnaauglýsing kynbombunnar sögð vera nasistaáróður
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svavar Knútur átti íslenskustu stund lífs síns – „Vinur minn er að mæta í kaffi með egg og fötu af kjúklingaskít“

Svavar Knútur átti íslenskustu stund lífs síns – „Vinur minn er að mæta í kaffi með egg og fötu af kjúklingaskít“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Harry óttast útskúfun frá Bretlandi þegar Vilhjálmur tekur við völdum

Harry óttast útskúfun frá Bretlandi þegar Vilhjálmur tekur við völdum
Fókus
Fyrir 1 viku

Þess vegna fjaraði samband Paltrow og Pitt út – Hún var rík og fáguð, hann hafði starfað sem kjúklingur

Þess vegna fjaraði samband Paltrow og Pitt út – Hún var rík og fáguð, hann hafði starfað sem kjúklingur
Fókus
Fyrir 1 viku

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld