Ingvar Þór Björnsson, fréttamaður á RÚV, gerði kostuleg mistök í beinni útsendingu í kvöldfréttatíma RÚV sem vakið hefur talsverða kátínu á meðal landsmanna á samfélagsmiðlum.
Ingvar hitti á Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, og Hjálmar Jónsson, formanns Blaðamannafélags Íslands, til að ræða framvindu mála í kjaradeilu félagana. Ingvar mætti þeim mönnum að loknum samningafundi sem tók að hans sögn sex klukkutíma og spurði þá út í niðurstöðu fundarins. En ekki gekk þetta hnökralaust hjá fréttamanninum, eins og sást í beinu útsendingunni.
Theódór Pálmason deildi tísti með atvikinu góða undir yfirskriftinni „Úps!“
Úps! pic.twitter.com/LG7kojbv5u
— Theodor Palmason (@TeddiPonza) November 14, 2019