fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

Sólrún Diego kveið fyrir að fara í matvörubúð: Almenningur skipti sér af innkaupunum

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 17. september 2019 16:19

Sólrún Diego.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólrún Diego, áhugakona um þrif, kvíðir nú fyrir því að fara í matvöruverslanir vegna afskiptasemi fylgjenda sinna.

Sólrún segir frá þessu á Instagraminu sínu en þar kemur fram að hún sé beðin í hverri einustu viku um að deila innkaupalistanum með fylgjendum sínum. Hún segir síðan frá ástæðunni fyrir því að hún sé hætt að deila listanum vinsæla.

„Fólk leyfði sér alltof mikið að skipta sér af því hvað ég var að kaupa. Stoppa mig í búð ef ég skaust í miðri viku að kaupa eitthvað sem vantaði eða kommentaði á það ef við keyptum take away eða fórum út að borða.“

Hún segir þetta hafa verið alltof persónulegt en henni finnst hún deila alveg nógu miklu með fylgjendum sínum.

„Mér var alltaf farið að kvíða fyrir að fara í búðina. Mér finnst ég deila alveg nógu miklu með ykkur tengt mat og aðferðum sem við notum og ég get alveg svarað algengustu spurningunni.“

Samkvæmt Sólrúnu er algengasta spurningin varðandi verðið á innkaupunum fyrir vikuna en fyrir þessa vikuna kostuðu innkaupin 14.500kr

„Ég veit að enginn meinar neitt illt en of mikil afskiptasemi getur verið yfirþyrmandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Frábær þátttaka í árlegu jólarölti Félags kvenna í atvinnulífinu

Frábær þátttaka í árlegu jólarölti Félags kvenna í atvinnulífinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Smári saknar fegurðar gamla miðbæjarins – „Ertu að grínast?“

Gunnar Smári saknar fegurðar gamla miðbæjarins – „Ertu að grínast?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“