fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Flutt á bráðamóttöku vegna Avengers

Fókus
Mánudaginn 29. apríl 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú ert á meðal þeirra sem sáu kvikmyndina Avengers: Endgame og fannst fyrir táraflóði, þá eru ófáir í sömu stöðu. Vefurinn CinemaBlend greinir meðal annars frá atviki sem átti sér stað um helgina í Kína, þegar kona á þrítugsaldri var flutt á bráðamóttökudeild eftir að hafa verið stödd á sýningu kvikmyndarinnar.

Ljóst er að myndin hafi verið mörgum gríðarlegt tilhlökkunarefni og hefur hún þótt ýmsum átakanleg en hermt er að umræddur bíógestur var farinn að ofanda eftir stjórnlausan grát á meðan á myndinni stóð. Konan náði þó að klára myndina, en viðbrögðin voru farin að magnast eftir á og átti hún erfitt með öndun skömmu eftir að myndinni lauk. Þá þurfti að hringja á sjúkrabíl og dæla súrefni í konuna þangað til hún var komin á bataveg.

Öruggt er að segja að Avengers: Endgame hafi malað gull í miðasölu yfir síðastliðna helgi. Myndin setti aðsóknarmet í Bandaríkjunum um helgina og halaði myndin inn rúman milljarð í bandaríkjadölum. Rúmlega 30 þúsund manns sáu myndina á Íslandi fyrstu fimm dagana í sýningu, en á sumum stöðum myndaðist mikil biðröð fyrir framan salina.

Fastlega er gert ráð fyrir því að myndin haldi áfram að slá met í aðsókn á komandi vikum og leynir það sér ekki að myndin snerti við ófáum áhorfendum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Í gær

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“