fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fastir pennarFókus

Poppsálin: Er BDSM kynhneigð?

Fókus
Fimmtudaginn 14. júlí 2022 20:58

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elva Björk Ágústsdóttir, umsjónarkona Poppsálarinnar og sálfræðikennari, skrifar:

Ég hef lengi velt því fyrir mér hvernig það sé að aðhyllast BDSM eða vera með einhvers konar kink eða fetish og hvort það sé munur á því að aðhyllast BDSM og vera kinkí.

Og ef ég hef áhuga á einhverju sem er utan normins, hvernig veit ég þá hvort mitt kink sé BDSM? Hvenær verður kink að BDSM? Það sem ég hef þó lengi verið mest forvitin um er hvernig BDSM þróast, af hverju verður einhver BDSM hneigður?

Í nýlegri rannsókn á BDSM kom í ljós að sumir laðast að og stunda einhvers konar BDSM eða kink til að hafa gaman eða tengjast öðrum en skilgreina sig ekki sem einstaklinga með BDSM hneigð meðan aðrir telja BDSM vera stóran part af lífinu og órjúfanlega part af sjálfum sér og kynhneigð þeirra, jafnvel eins mikilvægur partur af kynhneigðinni líkt og það kyn sem þeir laðast að.

Elva Björk. Mynd/Valli

Fyrrverandi formaður BDSM á Íslandi nýjasti gesturinn

Í nýjasta þætti Poppsálarinnar er rætt við Magnús Hákonarsson fyrrum formann BDSM á Íslandi en hann hefur lengi barist fyrir því að kynhegðun sem er utan samfélagslegra norma sé ekki fordæmd.

Í þættinum segir hann hlustendum frá því fyrir hvað BDSM stendur, mikilvægi öryggis og samþykktar og að lokum er rætt um þá hugmynd að BDSM sem kynhneigð. Hlusta má á þáttinn í heild sinni með því að smella á tengil hér neðst í greininni.

Hvar „hófst“ gagnkynhneigð mín?

Eftir þáttinn fóru pælingar af stað og ég velti því fyrir mér af hverju ég sé svona upptekin af því að skilja hvernig BDSM þróast. Ef BDSM er kynhneigð, líkt og margt bendir til, þá getur verið ansi erfitt að segja til um þróun þess.

Ef ég sný þessu að sjálfri mér og velti fyrir mér hvar gagnkynhneigð mín „hófst“, hvernig hún þróaðist og af hverju, þá hef ég engin svör. Ég hef ekki hugmynd og satt best að segja hef ég bara ekkert spáð í það. Ég bara ER gagnkynhneigð. Það er ekki eitthvað sem ég valdi mér eða eitthvað sem ég sé breytast í náinni framtíð. Þetta er bara partur af mér. Svipað og þau sem eru samkynhneigð myndu mögulega segja. Og kannski svipað og þau sem eru BDSM hneigð myndu segja.

Þetta er bara eitthvað sem þau eru eða fýla og það þarf ekkert að ígrundar sérstaklega af hverju. Frekar eyða púðrinu í að skilja hvað maður hefur gaman af og líkar vel við og lifa lífinu eftir því 😊

Hægt er að hlusta á nýjasta Poppsálarþáttinn hér:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Dúóið sem þú bjóst ekki við að sjá saman“

Vikan á Instagram – „Dúóið sem þú bjóst ekki við að sjá saman“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ósk: „Ég var komin á þann stað að vera ein heima með belju og drakk þar til hún kláraðist“

Steinunn Ósk: „Ég var komin á þann stað að vera ein heima með belju og drakk þar til hún kláraðist“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt