fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025

Greiði gegn greiða

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 13:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að ákvörðun Íslands um að sniðganga Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hafi  ekki verið það skammsýna frumhlaup og óheyrilega kvak í því fuglabjargi sem alþjóðastjórnmál eru, líkt og einhverjir hafa talið.

Fimm þjóðir ákváðu að styðja Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og sniðganga HM í mótmælaskyni við framgöngu Rússlands í Skripal-málinu svokallaða, þar sem efnavopni var beitt á breskri grund. Ísland, Danmörk, Svíþjóð, Pólland og Japan.

Misjafnt vægi er þó á sniðgöngu þjóðanna, sem og annarra bandamanna Breta. Til dæmis voru engir ráðherrar Svíþjóðar og Danmerkur á opnunarhátíðinni í Rússlandi, en ráðherrar beggja landa sóttu þó leiki síns liðs.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hafði haldið sig heima í virðingaskyni við May, en sagðist þó ætla að fara til Rússlands ef Frakkland kæmist í undanúrslit, sem og varð.

Þá er talað um að ef enska liðið kemst í úrslitaleikinn gegn Frökkum, muni pressan aukast á Theresu May því óhugsandi sé að enginn fulltrúi landsins verði viðstaddur slíkan merkisviðburð, enda ekki gefið að England nái svo langt á stórmóti. Eru meðlimir konungsfjölskyldunnar helst nefndir í því sambandi.

Orðið á götunni er að staðfesta Íslands í málinu sé ekki endilega til merkis um háttsemisprinsipp og hjartagæsku í mórölskum stuðningi við Breta, heldur einföld hagsmunagæsla í viðleitni Guðlaugs Þórs utanríkisráðherra, til að gera hagstæðari fríverslunarsamning við Bretland í kjölfar Brexit. Greiði gegn greiða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Með furðulega kenningu um slæmt gengi Liverpool

Með furðulega kenningu um slæmt gengi Liverpool
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Nágranna frá helvíti gert að flytja úr íbúð foreldra sinna – Tjón hleypur á milljónum króna

Nágranna frá helvíti gert að flytja úr íbúð foreldra sinna – Tjón hleypur á milljónum króna
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Opinbera samband sitt með djörfum myndum – Önnur þeirra er nýlega komin úr skápnum

Opinbera samband sitt með djörfum myndum – Önnur þeirra er nýlega komin úr skápnum
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Segist vera að þrauka á þessum erfiðu tímum

Segist vera að þrauka á þessum erfiðu tímum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Chelsea fór illa með Barcelona – Óvænt í Manchester

Chelsea fór illa með Barcelona – Óvænt í Manchester
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“