fbpx
Föstudagur 02.maí 2025

Umboðsmannaborgarblús

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. mars 2018 09:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að nokkur skjálfti sé meðal ýmissa starfsmanna borgarinnar, enda borgarstjórnarkosningar framundan og hætt við að með nýrri forystu komi nýtt og breytt verklag. Gjarnan er minnst á kústa eða vendi í þessu sambandi. Bera slíkar breytingar gjarnan hið hlutlausa og saklausa nafn „skipulagsbreytingar“ eða „hagræðing“  þó það feli ávallt í sér uppsagnir, mannabreytingar eða jafnvel upprætingu heilu embættanna.

Embætti Umboðsmanns borgarbúa var stofnað árið 2013 til þess að vera eins konar hjálparhella og milliliður borgarbúa gagnvart skrifræðiskerfinu. Eða líkt og segir á heimasíðunni: „…styrkja tengslin milli borgarbúa og borgarkerfis og stuðla að auknu réttaröryggi borgarbúa.“

Orðið á götunni er að Umboðsmaður borgarbúa telji nú starfsöryggi sínu veralega ógnað. Embættismaðurinn ku vera sveittur við lyklaborðið að uppfæra ferilskrá sína og líta í kringum sig eftir nýju starfi. (Embætti Umboðsmanns Íslands er víst laust, þar sem Einar Bárðarson er kominn í vinnu hjá Hafnarfjarðarbæ.)

Ástæðan er sú að Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins virðist ekki sérstaklega upp með sér yfir tilgangi eða afköstum embættisins. Segir Eyþór að þangað geti borgarbúar leitað og á meðan trufli þeir ekki borgarfulltrúa eða borgarstjóra með kvabbi sínu, þannig komi borgarstjóri sér undan að veita borgarbúum áheyrn. Hann tekur fram að umboðsmaðurinn hafi engin völd og skili því aðeins áliti eða frávísun til fólks sem þangað leiti. Hann nefnir að það geti tekið allt upp undir 80 daga fyrir umboðsmanninn að fá svör frá skipulagssviði og að kerfið finni þar á eigin skinni það sem borgarbúar þurfa að búa við, þar sem algengasta niðurlag fundargerða þar á bæ sé orðið: „frestað“. Þessu segist Eyþór ætla að breyta.

Orðið á götunni er að setjist Eyþór í borgarstjórastólinn, verði embætti Umboðsmanns borgarbúa lagt niður í sinni núverandi mynd.

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Kári Stefánsson var rekinn fyrirvaralaust

Kári Stefánsson var rekinn fyrirvaralaust
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Velta upp hvort nýir hluthafar þurfi að vera jarðfræðingar – „Áður en jarðhræringarnar urðu þá var Bláa lónið í rauninni peningamaskína“

Velta upp hvort nýir hluthafar þurfi að vera jarðfræðingar – „Áður en jarðhræringarnar urðu þá var Bláa lónið í rauninni peningamaskína“
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stórlið vill kaupa Antony frá United í sumar – Búnir að setja upp verðmiða

Stórlið vill kaupa Antony frá United í sumar – Búnir að setja upp verðmiða
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““