fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025

Bévítans gleymskan

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. mars 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að gleymska geti oft komið mönnum í koll. Almenna kenningin er sú að mun meiri líkur séu á að viðkomandi gleymi því hvað hann sagði, eftir því sem lengri tími líður frá því að hann sagði það.

Þetta virðist sérstaklega áberandi hjá þaulsetnum stjórnmálamönnum. Þeim er að vísu vorkunn, enda þurfa þeir að tala meira en almennt gengur og gerist, bæði í pontu, við fjölmiðla og á samfélagsmiðlum, enda vilja þeir koma skoðunum sínum á framfæri, sem er eðli stjórnmálanna.

Þetta getur þó reynst þeim hvimleitt. Allir vita að það getur reynst stjórnmálamönnum erfitt að fara eftir eigin samvisku í pólitík og því er gleymskunni ekki á það bætandi.

Gömul ummæli geta reynst óþægileg, þar sem þau eru gjarnan á skjön við gjörðirnar. Ekki síst ef þau beinast að kollegum á þingi, sem síðar þarf að vinna með í ríkisstjórn.

Dæmi um slík ummæli er eftirfarandi:

„Nú hefur æðsti dómstóll landsins talað-ráðherrann braut landslög. Afleiðing af slíkum embættisafglöpum(sem margir reyndu að benda ráðherranum á í tíma)- afleiðingin hlýtur að verða afsögn ráðherrans. Annað væri staðfesting á því að við höfum ekkert lært af Rannsóknarskýrslu Alþingis. Því vil ég ekki trúa.“

 

Merkilegt nokk, hér er ekki verið að tala um Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra, heldur Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Það er Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem skrifaði ummælin á bloggsíðu sinni í febrúar 2011, eftir að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Svandís hefði sem umhverfisráðherra ekki mátt synja aðalskipulagi Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun. Sigurður Ingi var þá óbreyttur þingmaður.

 

Nú sitja þau Svandís og Sigurður Ingi saman í ríkisstjórn, sem ver Sigríði Á. Andersen vantrausti, en Hæstiréttur komst að því að hún hefði brotið stjórnsýslulög. Sumir myndu segja að mál Sigríðar sé alvarlegra í eðli sínu en mál Svandísar, en Sigurður Ingi greiddi atkvæði gegn tillögunni um vantraust á Sigríði í vikunni og missti þar af gullnu tækifæri til þess að standa við orð sín frá 2011, enda ljóst að fleiri þingmenn Framsóknar hefðu fylgt formanni sínum í kosningunni, hefði hann óskað eftir því.

Bévítans gleymskan.

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Rakel talar opinskátt um áskoranir sem kennari – Nefnir það sem hún hefur mestar áhyggjur af

Rakel talar opinskátt um áskoranir sem kennari – Nefnir það sem hún hefur mestar áhyggjur af
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Herða reglur um skotvopnaeign í kjölfar skelfilegra mála

Herða reglur um skotvopnaeign í kjölfar skelfilegra mála
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Rússneskir herbloggarar eru áhyggjufullir vegna fundar Trump og Pútíns

Rússneskir herbloggarar eru áhyggjufullir vegna fundar Trump og Pútíns
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Maresca stefnir á titilinn í vetur

Maresca stefnir á titilinn í vetur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Grealish að semja við nýtt félag

Grealish að semja við nýtt félag
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“