fbpx
Föstudagur 02.maí 2025

Stigið í VænGinn

Ritstjórn DV
Mánudaginn 5. mars 2018 11:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að gleymska geti oft komið mönnum í koll. Almenna kenningin er sú að mun meiri líkur séu á að viðkomandi gleymi því hvað hann sagði, eftir því sem lengri tími líður frá því að hann sagði það.

Þetta virðist sérstaklega áberandi hjá þaulsetnum stjórnmálamönnum. Þeim er að vísu vorkunn, enda þurfa þeir að tala meira en almennt gengur og gerist, bæði í pontu, við fjölmiðla og á samfélagsmiðlum, enda vilja þeir koma skoðunum sínum á framfæri, sem er eðli stjórnmálanna.

Þetta getur þó reynst þeim hvimleitt. Allir vita að það getur reynst stjórnmálamönnum erfitt að fara eftir eigin samvisku í pólitík og því er gleymskunni ekki á það bætandi.

Gömul ummæli geta reynst óþægileg, þar sem þau eru gjarnan á skjön við gjörðirnar. Ekki síst ef þau beinast að kollegum á þingi, sem síðar þarf að vinna með í ríkisstjórn.

Dæmi um slík ummæli er eftirfarandi:

„Nú hefur æðsti dómstóll landsins talað-ráðherrann braut landslög. Afleiðing af slíkum embættisafglöpum(sem margir reyndu að benda ráðherranum á í tíma)- afleiðingin hlýtur að verða afsögn ráðherrans. Annað væri staðfesting á því að við höfum ekkert lært af Rannsóknarskýrslu Alþingis. Því vil ég ekki trúa.“

 

Merkilegt nokk, hér er ekki verið að tala um Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra, heldur Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Það er Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem skrifaði ummælin á bloggsíðu sinni í febrúar 2011, eftir að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Svandís hefði sem umhverfisráðherra ekki mátt synja aðalskipulagi Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun. Sigurður Ingi var þá óbreyttur þingmaður.

 

Nú sitja þau Svandís og Sigurður Ingi saman í ríkisstjórn, sem ver Sigríði Á. Andersen vantrausti, en Hæstiréttur komst að því að hún hefði brotið stjórnsýslulög. Sumir myndu segja að mál Sigríðar sé alvarlegra í eðli sínu en mál Svandísar, en Sigurður Ingi greiddi atkvæði gegn tillögunni um vantraust á Sigríði í vikunni og missti þar af gullnu tækifæri til þess að standa við orð sín frá 2011, enda ljóst að fleiri þingmenn Framsóknar hefðu fylgt formanni sínum í kosningunni, hefði hann óskað eftir því.

Bévítans gleymskan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Manchester United vann magnaðan sigur á Spáni – Tottenham ekki í vandræðum með Norðmennina

Manchester United vann magnaðan sigur á Spáni – Tottenham ekki í vandræðum með Norðmennina
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Undirbúa stórt tilboð í leikmenn sem fáir kannast við – 25 ára gamall og vakti mikla athygli á stuttum tíma

Undirbúa stórt tilboð í leikmenn sem fáir kannast við – 25 ára gamall og vakti mikla athygli á stuttum tíma
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fá skelfilegar fréttir fyrir lokasprettinn í úrvalsdeildinni

Fá skelfilegar fréttir fyrir lokasprettinn í úrvalsdeildinni