fbpx
Fimmtudagur 22.janúar 2026
Eyjan

Ari ráðinn markaðsstjóri Emmessís

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 19. september 2025 13:17

Ari Friðfinnsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emmessís hefur ráðið Ara Friðfinnsson sem markaðsstjóra fyrirtækisins. Ari mun leiða uppbyggingu og þróun vörumerkja félagsins á tímum umbreytinga, en Emmessís flytur í nýjar höfuðstöðvar í Grafarvogi í lok næsta árs, eins og kemur fram í tilkynningu.

Ari lauk BA-námi í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2017 og meistaranámi í markaðsfræði frá TBS-háskólanum í Barcelona árið 2022. Að námi loknu hóf hann störf hjá Artasan sem vörumerkjastjóri þar sem hann hefur verið um þriggja ára skeið.

„Það fylgir því mikil tilhlökkun að ganga til liðs við Emmessís. Fyrirtækið hefur fylgt Íslendingum í 65 ár og framleiðsluvörur þess eru órjúfanlegur hluti af menningu og hversdegi fólks. Ég hlakka til að byggja ofan á sterka arfleifð vörumerkisins og finna nýjar leiðir til að ná til viðskiptavina,“ segir Ari. 

 „Við erum afar ánægð að fá Ara til liðs við okkur. Hann kemur inn með ferska sýn, alþjóðlega menntun og reynslu af vörumerkjastjórnun sem mun styrkja Emmessís enn frekar. Ari hefur sýnt fram á að hann býr yfir mikilvægri hæfni til að sameina stefnu og skapandi hugsun,“ segir Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Emmessís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Alþjóðadagur AHC – Sjaldgæfur sjúkdómur og óvenjulegt alþjóðlegt samstarf íslenskra samtaka

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Alþjóðadagur AHC – Sjaldgæfur sjúkdómur og óvenjulegt alþjóðlegt samstarf íslenskra samtaka
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Við erum allar þrjár samstiga – næsta skref er að treysta þjóðinni

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Við erum allar þrjár samstiga – næsta skref er að treysta þjóðinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Bílaumferðin

Óttar Guðmundsson skrifar: Bílaumferðin
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Les ekki leiðara Morgunblaðsins – blaðið komið langt frá Matthíasi og Styrmi og ekki hægt að elta svoleiðis vitleysu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Les ekki leiðara Morgunblaðsins – blaðið komið langt frá Matthíasi og Styrmi og ekki hægt að elta svoleiðis vitleysu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Pólitísk afturganga fer á stjá – var skynsamlegt af VG að leiða Bjarna Ben til valda eða öfugt?

Orðið á götunni: Pólitísk afturganga fer á stjá – var skynsamlegt af VG að leiða Bjarna Ben til valda eða öfugt?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Svarta stöðin komin aftur?

Thomas Möller skrifar: Er Svarta stöðin komin aftur?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Gullvægar hendingar langt úr austri

Björn Jón skrifar: Gullvægar hendingar langt úr austri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Skil ekki hvernig það datt ofan í popúlista að hafna staðreyndum

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Skil ekki hvernig það datt ofan í popúlista að hafna staðreyndum