fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Eyjan

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Eyjan
Laugardaginn 2. ágúst 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir, landsþekktur blaðamaður á Morgunblaðinu, greinir frá því í viðhorfspistli í helgarútgáfu blaðsins, að hún hafi fyrir nokkrum vikum hlýtt á áhyggjufullar samræður tveggja Sjálfstæðismanna um framtíð flokksins. Var þetta á þeim tíma þegar málþóf um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar stóð hæst:

„Fyrir einhverjum vikum var sú sem þetta skrifar stödd á veitingastað, hin ánægðasta við eina af sínum uppáhaldsiðjum sem er að borða góðan mat. Við næsta borð sátu tveir fremur virðulegir karlmenn á góðum aldri og voru að tala um Sjálfstæðisflokkinn. Af samtali þeirra mátti ráða að báðir væru þeir flokksbundnir. Þetta var á þeim tíma þegar þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu gríðarlegan metnað í að slá Íslandsmet í málþófi á Alþingi. Eins og alþjóð veit tókst þeim það, með dyggri aðstoð annarra stjórnarandstöðuflokka, og báru ekki annað úr býtum en fylgistap, sé að marka skoðanakannanir sem allar eru á einn veg.

Karlarnir tveir kusu að tala afar lágt, hugsanlega vegna þess að í samtalinu voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt, sem var að gagnrýna flokkinn sinn. Annar þeirra sagðist óttast að Sjálfstæðisflokkurinn ætti eftir að enda eins og Samfylkingin gamla á sínum tíma, valdalaus og ómarktækur stjórnarandstöðuflokkur. Svo lækkuðu þeir róminn enn meir og pistlahöfundur hætti að greina orð þeirra, en hafði líka heyrt alveg nóg.“

Reitir af sér það litla fylgi sem eftir er

Kolbrún segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi hafa einkennst af vitleysisgangi og botnlausri frekju þess sem missst hefur völdin. Stjórnarandstaðan hafi ekkert lært af mistökum sínum eftir málþófsfíaskóið og taki núna upp nýtt mál í staða veiðigjaldafrumvarpsins til að reyna að sannfæra þjóðina um illan hug ríkisstjórnarinnar: Að ríkisstjórnin ætli að neyða þjóðina inn í ESB.

„Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, blæs í herlúðra og segir: „Íslenska þjóðin verður aldrei kúguð inn í ESB.“ Aðrir stjórnarandstæðingar hafa haft uppi álíka fullyrðingar um að ríkisstjórnin ætli að þvinga þjóðina inn í sambandið. Enn sem fyrr er málflutningur stjórnarandstöðunnar fáránlegur. Í honum er ekki vitglóra. Enginn ætlar sér að kúga íslensku þjóðina inn í Evrópusambandið. Þjóðin mun hins vegar verða spurð, vonandi fyrr en síðar, hvort hún vilji taka upp viðræður við Evrópusambandið um inngöngu. Ríkisstjórn sem spyr þjóðina hvað henni hugnist best er ekki að kúga einn né neinn.“

Kolbrún sakar stjórnina um „óskammfeilinn hræðsluáróður“ og málflutningur Sjálfstæðisflokksins veki ítrekað furðu. Flokkurinn hafi áður álitið erlenda samvinnu vera af hinu góða en nú sé eins og flokkurinn sé haldinn sjálfseyðingarhvöt og hann verði marklítill með sama áframhaldi. Hún segir jafnframt að Framsóknarflokkurinn hafi valið sömu vegferð:

„Sjálfstæðisflokkurinn er í tilvistarvanda. Því einkennilegra er að verða vitni að því að ógæfusömu leifarnar af Framsóknarflokknum hafa nánast límt sig við Sjálfstæðisflokkinn. Sú skrýtna gjörð getur engan veginn borgað sig. Stjórnarandstaðan virðist staðráðin í að halda sig við gjamm og gól. Við það verður ekki ráðið en furða má sig á því að henni virðist standa hjartanlega á sama um stuðningsleysi kjósenda. Það eru verulega góðar fréttir fyrir ríkisstjórnina.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
Eyjan
Fyrir 1 viku

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“