fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Undarleg færsla Jóns Péturs vekur furðu – „Litla þvælan sem ég var að lesa“

Eyjan
Föstudaginn 18. júlí 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Pétur Zimsen, nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem hefur vakið athygli fyrir framgöngu sína í tildæmis plasttappa-málinu alræmda, birti í gær færslu á Facebook sem hefur vakið töluverða furðu og eins vakti það athygli þegar hann í framhaldinu fór að munnhöggvast við fólk í athugasemdum.

Færslan er eftirfarandi:

„Hver ertu?
Finnst þér erfitt þegar öðrum gengur vel, hvers vegna ekki ég?
Borgar þú minna til samfélagsins en þú þiggur?
Þeir sem eru vel stæðir hafa skarað eld að eigin köku með óeðlilegum hætti.
Þeir sem þurfa tímabundna hjálp til sjálfshjálpar eiga að fá að rotna í helvíti enda aumingjar.
Ertu stjórnlyndur?
Ertu til í að tala meira um óréttlæti en að gera raunverulega eitthvað í því.
Skiptir þig meira máli að fólk haldi að þú sért góður og fáir mörg ,,like” á það en að þú gerir raunverulega eitthvað í því.
Ertu til í stundarvinsældir þó að það kosti almannahag á endanum?
Þeir sem standa sig vel eiga að vinna töluverða nauðungarvinnu fyrir þà sem leggja sig minna fram.
Langar þig að sýnast vera góð manneskja á netinu og eltir því það sem er vinsælt hverju sinni því það er auðvelt að hneykslast á hinu.
Ertu yfirborðskenndur og frasatamur? Finnst gott að elta það sem hljómar vel en nennir ekki alveg að kynna þér það? En myndir ALDREI viðurkenna það?
Ertu x( S,C,F) maður?
Þeir sem svara nei eru líklegir til að sökkva sér í málin, taka afstöðu út frá staðreyndum en ekki tilfinningum.
Vilja ÖLLUM gott og lyfta öllum.
Þeir sem svara Já eru líklega bitrir. Einhver hefur komið illa fram við þà og þeir eru í vandræðum með sjálfsmynd sína.
Þeim finnst þeir ekki metnir að verðleikum og að heimurinn sé ÓSANNGJARN.
Að allt sé einhverjum ÖÐRUM að kenna og því nærtækt að kenna þeim um sem hafa það betur.“

Þarna er þingmaðurinn að halda því fram að þeir sem svara spurningum hans játandi séu stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna, klárlega bitrir og í vandræðum með sjálfsmynd sína.

Tókst á við gagnrýnendur

Þegar einn netverji spyrði þingmanninn hvað hann eiginlega meinti með því að skrifa hreinlega: Ha? í athugasemd bað Jón Pétur vinsamlegast um efnislega gagnrýni. Því svaraði netverjinn: Efnislega gagnrýni á að kjósendur annarra flokka séu bitrir?

Annar sagði þetta eina þá „klikkuðustu“ færslu sem hann hafi séð frá sitjandi þingmanni. Færslan sé skrifuð eins og höfundur sé pirraður nemandi úr grunn- eða framhaldsskóla. „Ég mæli með að Sjálfstæðisflokkurinn ráði nokkra PR-fulltrúa og þingmenn þurfi samþykki áður en hlutir eru settir á netið. Litla þvælan sem ég var að lesa. Sjálfstæðisflokknum til skammar.“

Jón Pétur svarar því að færsla hans hafi greinilega staðfest „þá taug sem ég hef snert“ og að halda því fram að almannatengsl (PR) hjálpi eitthvað í raunveruleikanum sé nákvæmlega það sem valkyrjurnar séu að treysta á. „Að þú sért meira fyrir umbúðir en innihald er eitthvað sem þú þarft að eiga við þig og ÞÍNA“.

Þingmaðurinn krefur þá sem svara færslunni með neikvæðum hætti að komi með efnislega gagnrýni en það sé svo að gagnrýnendur fari alltaf í manninn frekar. „Fólk sem getur ekki unnt öðrum sem gengur vel og fær orðræðu sem styður það er fljótt að stökkva. Síðan þegar því er bent á rangindin þarf verulega mikil sjálfstraust til að viðurkenna rangindin, þetta sjálfstraust hafa fæstir. Veit að þetta er ekki réttur PR texti en það skiptir mig engu. Er engum háður nema ykkur. Dæmið mig í næstu kosningum.“

Af fleiri athugasemdum Jóns Péturs má ráða að færslan sé skrifuð í tilefni af veiðigjaldafrumvarpinu. Þar sé verið að tvöfalda skatta á undirstöðuatvinnugrein og taka peninga frá vel reknum fyrirtækjum.

Ein spyr þingmanninn: „Hver ertu? Ertu auðmannasleikja sem lítur niður á fólk sem ekki á peninga?“ og Jón Pétur spyr jafnharðan til baka: „Hvers vegna hatar þú fólk sem hefur náð árangri í lífinu?“

Annar ráðleggur þingmanninum að eyða færslunni enda sé hann ekki að gera sér mikinn greiða með henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu