fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Eyjan

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

Eyjan
Mánudaginn 14. júlí 2025 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðisflokkurinn hefur lokið sínu máli um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Þetta kom fram í ræðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns flokksins, við upphaf þingfundar í dag þar sem hún jafnframt þvertekur fyrir að flokkur hennar hafi verið að ganga erinda sérhagsmuna í málinu.

Guðrún sakar ríkisstjórnina um þöggun fyrir að hafa beitt neyðarhemli þingskapalaga, 71. gr., á 2. umræðu um frumvarpið sem þá hafði staðið yfir í um 160 klukkustundir. Segir Guðrún það alvarlegt að fljótlega eftir að fyrsta umræða um frumvarpið hófst hafi verið útbúið minnisblað um beitingu þessa umdeilda ákvæðis, það sýni að umræðurnar hafi ekki verið neitt annað en leikrit þar sem tilgangurinn var að leyfa stjórnarandstöðunni að slá met í málþófi og þagga svo niður í henni.

Guðrún kallar þetta aðför að lýðræðinu og notaði orðalag sem gjarnan hefur verið notað vestanhafs undanfarna mánuði, að lýðræðið sé ekki leyst upp í einu lagi heldur með mörgum litlum skrefum.

„Það eru víðsjárverðir tímar á Alþingi. Undanfarna daga höfum við orðið vitni að atburðum sem verða skráðir í sögubækurnar,“ segir Guðrún í upphafi ræðunnar og gagnrýnir beitingu 71. gr. „Svo dýrt var ríkisstjórninni að hlusta á skoðanir annarra að hún kaus að leggja þingræðið sjálft að veði.“

Hún segir Sjálfstæðisflokkinn hafa talað af yfirvegun og ábyrgð, með skýrri sannfæringu og á málefnalegum grunni. „Við höfum ekki talað til að kæfa umræður heldur til að reyna að bæta málið,“ hélt hún áfram og bætti svo við:

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar, eins og háttvirt ríkisstjórn hefur vænt okkur um og beinlínis logið um í fjölmiðlum síðustu daga.“

Guðrún sakar stjórnarliða um leikrit. Greinilega hafi allan tímann staðið til að beita 71. gr.

„Það er erfitt að sjá það öðruvísi en svo að ríkisstjórnin hafi ætlað sér að leyfa umræðunni að þróast, mála stjórnarandstöðuna upp sem varðhunda stórútgerðar og sérhagsmuna og þröngva svo málinu í gegn með valdi. Það sem virðist hafa verið lýðræðisleg umræða reyndist í raun sviðsett framvinda.“

Guðrún gefur lítið fyrir þá breytingartillögu sem meirihluti atvinnunefndar lagði fram um helgina. Hún sé ekkert nema sýndarmennska og afhjúpi að ríkisstjórnin hafi aldrei haft raunverulegan samningsvilja.

„Það er ekki styrkur að beita valdi í stað samráðs. Það er veikleiki og saga lýðræðisins kennir okkur að það eru ekki stórar ákvarðanir sem veikja lýðræðið mest heldur litlu ítrekuðu skrefin í átt að þöggun og útilokum. Leiðin að harðræði er vörðuð litlu ákvörðunum, teknar af fólki sem sannfærir sjálft sig um að tilgangurinn helgi meðalið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga Sæland kom Þórarni rækilega úr jafnvægi í gær – Sótroðnaði og sprakk úr hlátri

Inga Sæland kom Þórarni rækilega úr jafnvægi í gær – Sótroðnaði og sprakk úr hlátri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr