fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Eyjan

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Eyjan
Þriðjudaginn 15. júlí 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er í námsleyfi frá þingstörfum og býr nú í New York þar sem hún leggur stund á MPA-nám við Columbia-háskóla. Þingi var frestað í gær en Heimildin bendir á að við það víki allir varaþingmenn af þingi og aðalmenn taka aftur sæti. Þar með hefur Áslaug Arna aftur tekið sæti á þingi og fær greidd laun þar til þing kemur saman á ný og varamaður hennar tekur aftur sæti.

Þingfarakaup er í dag 1.611.288 kr. á mánuði en það eru grunnlaunin og þingmenn fá oft aukagreiðslur því til viðbótar. Áslaug fær til dæmis greiddan fastan ferðakostnað í kjördæmi upp á 43.500 kr og fastan starfskostnað sem er 58.000 kr. á mánuði. Heimildinni reiknast að Áslaug fái því um 3,1 milljón greiddar frá Alþingi þar til varamaður hennar tekur aftur sæti 9. september.

Áslaug tilkynnti um fyrirhugað námsleyfi í vor og fær hún greidda nokkra daga í júlí í laun þrátt fyrir að hún hafi þá verið flutt til New York. Varaþingmaður hennar tók ekki sæti fyrr en fimmta virka dag eftir að hún hélt út. Heimildin rekur að raunar hafi Áslaug verið skráð fjarverandi við allar atkvæðagreiðslur á Alþingi frá 20. júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks sleit fundi Alþingis án umboðs

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks sleit fundi Alþingis án umboðs
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“