fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Eyjan

Stjórnarandstaðan lofar afleiðingum eftir beitingu 71. gr.

Eyjan
Mánudaginn 14. júlí 2025 17:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt fyrir frestun þings las þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, Hildur Sverrisdóttir, upp sameiginlega yfirlýsingu þingflokka stjórnarandstöðunnar þar sem forseti Alþingis, Þórunn Sveinbjarnardóttir, var sökuð um alvarlegan trúnaðarbrest.

Framganga hæstvirts þingforseta með beitingu 71. gr. þingskapalaga með fordæmalausum hætti án nokkurrar umræðu þar um skapaði trúnaðarbrest á milli stjórnarandstöðunnar og forseta. Valdbeiting kallar á viðbrögð og varkárni þess sem verður fyrir henni. Forseta hlýtur að hafa verið ljóst að sú ákvörðun er ekki án afleiðinga og mun ekki verða án afleiðinga, lita samskipti okkar og setja svip á þinghald kjörtímabilsins. Hér varð alvarlegur trúnaðarbrestur á milli stjórnarandstöðunnar og forseta. Við komumst ekki hjá því að líta svo á að forseti sé fyrst og fremst fulltrúi meiri hlutans en ekki forseti alls þingsins.

Rétt er að geta þess að lögum samkvæmt skal bera tillögu forseta um að beita 71. gr. umræðulaust undir atkvæði, en í niðurlagi 2. mgr. 71. gr. segir:

„ Tillögur forseta skulu umræðulaust bornar undir atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum.“ 

Svipuð ákvæði má finna í þingskapalögum hinna Norðurlandanna, en þar eru málþóf þó fátíð. Í Danmörku er málþóf í raun útilokað þar sem strangar og nákvæmar reglur gilda um ræðutíma. Í Finnlandi má finna ákvæði þar sem þingforseta er gert skylt að gæta þess að þingmenn haldi sig við efnið þegar þeir taka til máls og hefur forseti heimild til að hindra þingmenn í að halda ræðum áfram ef þær fara út fyrir efnið. Eins hefur forsætisnefnd þingsins heimild til að úthluta ræðutíma fyrir ákveðna hluta umræðu og ákvarða hámarkslengd einstakra ræðna innan þeirra. Í Noregi getur forseti að eigin frumkvæði, eða samkvæmt beiðni minnst 10 þingmanna, stytt tímamörk hvað varðar ræður og lagt til við upphaf umræðu heildartímamörk fyrir umræðu. Hver þingmaður má þar almennt taka til máls tvisvar. Í Svíþjóð er málþóf sjaldgæft og engin dæmi um slíkt á árunum 2000-2020. Þar er rík hefð fyrir almennu samkomulagi og skilvirkum þingstörfum. Forseti hefur þar heimild til að leggja til takmarkanir á hversu oft þingmaður má taka til máls og um lengd ræðutíma.

Nánar má lesa um málþóf og þingskapalög Norðurlandanna í svari Rannsóknar- og upplýsingaþjónustu Alþingis til Ástu Guðrúnar Helgadóttur, fyrrum þingmanns Pírata, en svarið fékk hún í hendurnar þann 16. júní og hefur deilt á Facebook.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga Sæland kom Þórarni rækilega úr jafnvægi í gær – Sótroðnaði og sprakk úr hlátri

Inga Sæland kom Þórarni rækilega úr jafnvægi í gær – Sótroðnaði og sprakk úr hlátri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr