fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Eyjan

Ólafur segir ekki hafa verið annað í stöðunni en að beita 71. gr. og þótt fyrr hefði verið

Eyjan
Mánudaginn 14. júlí 2025 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, telur það rangnefni að kalla 71. gr. þingskapalaga kjarnorkuákvæði og að beita hefði mátt ákvæðinu á mörg deilumál á Alþingi í gegnum árin þegar málþóf var orðið óhóflegt, svo sem í umræðunni um þriðja orkupakkann. Ísland skeri sig úr nágrannaþjóðum sínum á Norðurlöndum og Evrópu hvað málþóf varðar. Ólafur fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni. 

„Það er nú þannig að eftir breytingu á þingskapalögunum frá 2007 getur stjórnarandstaðan tæknilega haldið málþófi áfram endalaust, það er að segja ef 71. gr. er ekki notuð. Og nú virtist stefna í það að minnihlutinn ætlaði að hafa málþófið um veiðigjöldin endalaust og ef stjórnin hefði látið það ganga yfir sig þá hefði hún í rauninni verið að fallast á það að minnihlutinn í þinginu hefði ekki bara rétt til að vera með athugasemdir og þess háttar, sem er auðvitað sjálfsagt, stjórnin hefði verið að fallast á það að minnihlutinn hefði neitunarvald um þetta tiltekna mál.“

Vissulega hafi ákvæðinu ekki verið beitt oft síðustu áratugi en Ólafi sýnist ákveðnu hafa verið beitt um ellefu sinnum á 20. öldinni, þá fyrst of fremst á fyrri hluta aldarinnar.

„En þetta hefur verið mjög óalgengt og þingforsetar og meirihlutinn hefur verið mjög hræddur við að beita þessu ákvæði. Ég held reyndar að það hefði verið ástæða til að beita því miklu fyrr“

Hann nefnir sérstaklega umræðu um þriðja orkupakkann árið 2019 sem og önnur málþófsmál þar sem þófið fór yfir 100 klukkustundir.

Séríslenskt

Hér hafi verið um mál að ræða sem skipti ríkisstjórnarflokkana máli að koma í gegn og var hluti af þeirra kosningaloforðum. Nú tali stjórnarandstaðan eins og sams konar ákvæði við 71. gr. sé alþekkt í þingum í Evrópu og þar sé talað um kjarnorkuákvæði. Ólafur kannast ekki við slíkt enda séu málþóf sem þetta óþekkt á Norðurlöndunum þar sem umræðum á þingi er fyrirfram markaður tími. Hann segir óhugsandi að svona langt málþóf ætti sér stað í til dæmis Þýskalandi, Bretlandi, Belgíu, Hollandi, Frakklandi og víðar í Evrópu. Þetta sé séríslenskt fyrirbæri og eina landið sem toppi Ísland í þófinu séu Bandaríkin.

Þar, í öldungardeildinni, er hefð fyrir miklu málþófi og þar var slegið heimsmet árið 1964 þegar hópur rasista reyndi að koma í veg fyrir frumvarp sem bannaði mismunun á grundvelli kynþáttar, húðlits, trúarbragða, kyns eða uppruna – svokallað Civil Rights Act. Það málþóf stóð í 60 vinnudaga og varð umræðan til þess að sett var sérstakt ákvæði um að aukinn meirihluti þingmanna gæti krafist þess að umræðu væri hætt. Það er þó ekki kjarnorkuákvæðið svokallaða heldur var gerð undantekning frá þessari meginreglu um að hægt væri að stöðva málþóf í undantekningatilvikum með einföldum meirihluta þingmanna.

Skelfileg málþófshefð

Ólafur segir ítrekuð ummæli stjórnarandstæðinga um að beiting ákvæðisins sé ólýðræðisleg ekki halda vatni. Stjórnarandstaðan hafi í 160 klukkustundir viðrað athugasemdir sínar við frumvarpið en ekki tekist að sannfæra nokkurn stjórnarliða um að skipta um skoðun.

„Auðvitað verður þetta að fara í atkvæðagreiðslu og ef frumvarpið er jafn vitlaust og illa undirbúið eins og stjórnarandstaðan segir þá situr ríkisstjórnin uppi með skömmina síðar. Kjósendur geta þá refsað henni í næstu kosningum.“

Meirihlutinn hafi í raun rétt á því að setja fáránleg og illa unnin lög, segir Ólafur en hann telur fullt tilefni til að þingskapalög verði tekin til endurskoðunar. Breyting var gerð á þeim árið 2007 sem átti einmitt að koma í veg fyrir málþóf en þess í stað var málþófið gert að sterkara vopni en áður. Fyrir breytinguna voru engin takmörk á ræðutíma en þingmenn gátu þó aðeins flutt tvær ræður.

Nú verði fróðlegt að sjá hvort beiting ákvæðisins muni leiða til upplausnar í þinginu og hvort beita þurfi því aftur.

„Hins vegar er ég nú að vona að það að 71. gr. hafi verið beitt muni ekki bara leiða til ófriðar í þinginu heldur verði það til þess að menn taki þessa skelfilegu málþófshefð Íslendinga, sem er einsdæmi í Vestur-Evrópu, til endurskoðunar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga Sæland kom Þórarni rækilega úr jafnvægi í gær – Sótroðnaði og sprakk úr hlátri

Inga Sæland kom Þórarni rækilega úr jafnvægi í gær – Sótroðnaði og sprakk úr hlátri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr