Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, líkti Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra, við Donald Trump, Bandaríkjaforseta í ræðupúlti Alþingis í gær. Samanburðurinn, sem var Kristrúnu ekki beint í hag, hefur vakið nokkra athygli.
Þegar Sigmundur steig í pontu var ekki enn búið að semja um þinglok. Sagði Sigmundur forsætisráðherra ekki hafa tekist að ljúka þingstörfum og semja um þinglok eins og forverar hennar hafi gert árum saman.
„Hæstvirtum forsætisráðherra, Kristrúnu Frostadóttur, Trump okkar Íslendinga tekst ekki enn að ljúka þingstörfum,“ sagði Sigmundur.
Hann bætti við að hann yrði að gæta sanngirni við Bandaríkjaforseta, „sem væri nýbúinn að koma í gegn sínu stærsta frumvarpi en hafi gert það eftir marga sólarhringa af samtölum við þingmenn til að reyna að miðla málum og semja um framgang málsins.“
„Því er ekki fyrir að fara í hæstvirtum forsætisráðherra Íslands.“
Kolbrún Baldursdóttir, varaforseti Alþingis, sá sig í kjölfarið knúna til þess að biðja þingmanninn um að gæta orða sinna.
althingi-clip-1752338999