fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Eyjan

Sigmundur líkti Kristrúnu við Donald Trump

Eyjan
Sunnudaginn 13. júlí 2025 10:30

Andartakið þegar Sigmundur líkti Kristrúnu við Trump. Kolbrúnu og öðrum augljóslega brugðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, líkti Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra, við Donald Trump, Bandaríkjaforseta í ræðupúlti Alþingis í gær. Samanburðurinn, sem var Kristrúnu ekki beint í hag, hefur vakið nokkra athygli.

Þegar Sigmundur steig í pontu var ekki enn búið að semja um þinglok. Sagði Sigmundur forsætisráðherra ekki hafa tekist að ljúka þingstörfum og semja um þinglok eins og forverar hennar hafi gert árum saman.

„Hæstvirtum forsætisráðherra, Kristrúnu Frostadóttur, Trump okkar Íslendinga tekst ekki enn að ljúka þingstörfum,“ sagði Sigmundur.

Hann bætti við að hann yrði að gæta sanngirni við Bandaríkjaforseta, „sem væri nýbúinn að koma í gegn sínu stærsta frumvarpi en hafi gert það eftir marga sólarhringa af samtölum við þingmenn til að reyna að miðla málum og semja um framgang málsins.“

„Því er ekki fyrir að fara í hæstvirtum forsætisráðherra Íslands.“

Kolbrún Baldursdóttir, varaforseti Alþingis, sá sig í kjölfarið knúna til þess að biðja þingmanninn um að gæta orða sinna.

Hér má sjá myndband af atvikinu

althingi-clip-1752338999
play-sharp-fill

althingi-clip-1752338999

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Inga Sæland kom Þórarni rækilega úr jafnvægi í gær – Sótroðnaði og sprakk úr hlátri

Inga Sæland kom Þórarni rækilega úr jafnvægi í gær – Sótroðnaði og sprakk úr hlátri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Hide picture