Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að stjórnarandstaðan hafi lagt fram hugmynd að lausn sem gæti hentað meirihlutanum vel. Þetta kemur fram hjá RÚV.
Hann reiknar með að meirihlutinn muni velta hugmyndinni fyrir sér til morguns, en markmiðið sé að sameiginlega auðlindin skili sem mestu til þjóðarinnar. Sigmundur telur að frumvarp meirihlutans nái ekki því markmiði, en vildi ekki útskýra nánar hvað felst í tillögunni. Þingfundi var slitið núna klukkan 21 eftir langt hlé sem væntanlega má rekja til viðræðna þingflokkanna um þinglok. Sigmundur segist ekki þora að vera of bjartsýnn „en við sjáum hvað setur.“