fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Eyjan

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“

Eyjan
Fimmtudaginn 10. júlí 2025 13:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er þungt hljóð í þingmönnum í dag eftir margra vikna málþóf og eftir að Hildur Sverrisdóttir þingflokksmaður Sjálfstæðisflokks sleit þingi fyrirvaralaust í gærkvöldi án samráðs við forseta Alþingis. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist aldrei hafa upplifað annað eins.

Í samtali við Vísi segir Þorgerður að meirihlutinn hafi boðið stjórnarandstöðunni upp á „alls konar hluti“ í viðræðum um þinglok. Stjórnarandstaðan hafi þó sýnt spilin meðal annars með því að bjóða þeim að flytja þeirra frumvarp um veiðigjöld sem Þorgerður segist vel vita að hafi verið samið hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

„Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu, það er ríkisstjórn í landinu með dyggan meirihluta þingsins á bak við sig og það er hún sem ætlar að stýra hér för“

Eftir uppákomuna í gærkvöldi lítur Þorgerður á stöðuna sem svo að nú sé barist um Ísland.

„Og við ætlum að vinna þá orrustu fyrir almenning og þjóðina alla.“

Þorgerður segir eins að það sé augljóst að einhver annar en stjórnarandstaðan hafi verið að koma að samningsborðinu við meirihlutann.

„Þau fara með okkar tillögur og eru frekar jákvæð, næstum því búin að ná samningum. Svo koma þau til baka og segja: Nei, við getum ekki samþykkt þetta. Það er alveg augljóst að það eru aðilar úti í bæ sem stýra þessu, ekki stjórnarandstaðan.“

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, hefur eins greint frá því að minnihlutinn hafi heitið því að klára ekki umræðu um nokkurt mál á þingi fyrr en meirihlutinn samþykkir kröfur stjórnarandstöðunnar í veiðigjaldamálinu. Eins hafi minnihlutinn lagt fram sitt eigið frumvarp, í lokuðu umslagi, og krafist þess að meirihlutinn samþykkti það eða legði fram sem sitt eigið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu kostulega ræðu flissandi Guðlaugs á Alþingi í dag „ÞETTA ER GEGGJAÐUR DAGUR“

Sjáðu kostulega ræðu flissandi Guðlaugs á Alþingi í dag „ÞETTA ER GEGGJAÐUR DAGUR“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur súr í pontu Alþingis – „Við skulum þá bara fara heim virðulegi forseti“

Vilhjálmur súr í pontu Alþingis – „Við skulum þá bara fara heim virðulegi forseti“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Rýnt inn í framtíðina

Björn Jón skrifar: Rýnt inn í framtíðina
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir