fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Eyjan

Dagur enn á faraldsfæti

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 15. september 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi borgarráðs í gær voru kynntar fyrirhugaðar ferðir Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á næstu tæplega tveimur vikum til Bandaríkjanna annars vegar og Evrópu hins vegar.

Borgarstjóri og borgarfulltrúar, einkum þeir sem skipa meirihlutann í borgarstjórn, hafa að undanförnu verið nokkuð gagnrýndir fyrir utanlandsferðir undanfarin misseri á kostnað Reykjavíkurborgar og þá sérstaklega í ljósi erfiðrar fjárhagsstöðu borgarinnar.

Skemmst er að minnast umdeildrar ferðar borgarráðs, borgarstjóra og nokkurra embættismanna borgarinnar til Seattle og Portland í Bandaríkjunum í ágúst síðastliðnum. Ferðin var talsvert gagnrýnd í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Andrés Magnússon blaðamaður á Morgunblaðinu sagði m.a. í færslu á Facebook- síðu sinni að um væri að ræða algjört fyrirhyggjuleysi og skipulagða lystireisu til útlanda á kostnað útsvarsgreiðenda.

Sjá einnig: Gagnrýnir fyrsta mál á dagskrá borgarstjórnar eftir sumarleyfi – Hópeflisferð á kostnað skattgreiðenda til Bandaríkjanna rædd í þaula

Þess ber þó að geta að í ferðinni voru borgarfulltrúar úr bæði meiri- og minnihluta í borgarstjórn. Þar á meðal var Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálftæðisflokksins í borgarráði og bróðir Andrésar.

Sú fyrri af tveimur fyrirhuguðum utanlandsferðum borgarstjóra verður farin til New York og stendur yfir dagana 17-20. september næstkomandi. Í bréfi borgarstjóra til borgarráðs segir að í þessari ferð muni hann taka þátt í „Climate Week NYC“, sem leiði saman helstu þjóðarleiðtoga, borgarstjóra, sérfræðinga, stjórnarmenn fyrirtækja og háskólasamfélagið í umræðu um loftslagsmál og hvernig megi hraða ferlinum í átt að kolefnislausum ríkjum fyrir árið 2040. Borgarstjóri muni einnig í ferðinni taka m.a. þátt í viðburðum Atlantic Council, sem og OECD sem formaður OECD Champion Mayors.

Í síðari ferðinni mun borgarstjóri halda til Evrópu. Í áðurnefndu bréfi segir að hann muni 29. -30. september næstkomandi í Flórens á Ítalíu þiggja boð um að vera þátttakandi í fundi sem Dario Nardella, borgarstjóri Flórens og fyrrverandi formaður Eurocities og Anne Hidalgo borgarstjóri Parísarborgar bjóða til. Þátttakendur eru sagðir evrópskir borgarstjórar. Í sömu ferð, dagana 2.-3. október næstkomandi, mun Dagur vera þáttakandi í fundi „United Nations Economic Commision for Europe (UNECE) Forum of Mayors“ sem fram fer í Genf. Í bréfi borgarstjóra til borgarráðs kemur fram að á þessum fundi verði áhersla lögð á húsnæðismál og endurnýjun borgarumhverfis, borgarþróun,  og umhverfis- og loftslagsmál.

Með borgarstjóra í ferðunum verður aðstoðarmaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð