fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Eyjan

Sturlaðar staðreyndir Ragnars Þórs – „Bókstaflega að tapa sér í græðginni“

Eyjan
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 15:00

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur undanfarna daga deilt sturluðum staðreyndum um efnahagsmál á Facebook hjá sér.

Fyrsta staðreyndin varðar vexti á yfirdráttarlánum, en hann veitti því eftirtekt að vextir á yfirdrætti eru orðnir svo háir að þeir eru þeir sömu og dráttarvextir.

„Vextir á yfirdráttarlánum eru 13,75% reiknaðir mánaðarlega (14,65%)) á meðan dráttarvextir eru 13,75%

Vextir á yfirdráttarlánum bankanna þriggja eru nákvæmlega þeir sömu, þrátt fyrir grjótharða „samkeppni“. 

Spurning hvort þú hringir í bankann þinn og færð hann til að skrá yfirdráttinn sem vanskil? 

Milljón króna yfirdráttur kostar 146.505 kr á ári [vextir reiknaðir mánaðarlega) en 137.500 kr. ef hann væri á dráttarvöxtum. 

Bankarnir eru bókstaflega að tapa sér í græðginni.“ 

Næsta staðreynd fjallaði um vexti á veltureikningum. En þeir eru 0,75 prósent hjá Íslandsbanka og Landsbanka en 0,4 prósent hjá Arionbanka.

„Vextir á viðskiptareikningi bankanna hjá Seðlabanka Íslands eru í dag 5,75%. Bankarnir greiða viðskiptavinum sínum 0,4-0,75% í vexti á viðskiptareikningum en þeir fá síðan 5,75% vexti á sínum viðskiptareikningum hjá Seðlabanka Íslands. 

Álagning bankanna á veltureikningum eru því lítil 1338% hjá Arionbanka en hún er „aðeins“ 667% hjá Íslandsbanka og Landsbankanum. 

Bankarnir eru bókstaflega að tapa sér í græðginni.“

Þriðja sturlaða staðreyndin fjallaði um vaxtatekjur bankanna sem hafa verið með hæsta móti undanfarið.

„Hreinar vaxtatekjur bankanna voru tæplega 100 milljarðar fyrstu 9 mánuði ársins 2022 og höfðu hækkað um rúmlega 19,7 milljarða miðað við fyrstu 9 mánuði ársins 2021 þegar þær voru 80,2 milljarðar. 

Áætla má að hrein aukning á vaxtatekjum bankanna verði 27 milljarðar á árinu 2022 og verði um 133 milljarðar. 

Bankarnir soga til sín fjármagn frá skuldugum heimilum og fyrirtækjum í boði stjórnvalda og Seðlabanka. 

Þessa botnlausu græðgi verður að stoppa með öllum tiltækum ráðum.“ 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi