fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Eyjan

Árni Oddur stígur til hliðar sem forstjóri Marel

Eyjan
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 18:48

Árni Oddur Þórðarson. Mynd-/Marel

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, hefur óskað eftir því að láta af störfum frá og með deginum í dag vegna persónulegra ástæðna. Þetta kemur fram í tilkynningu fyrirtækisins til Kauphallar. Í henni kemur fram að stjórn félagins hefur fallist á starfslokin og tekur Árni Sigurðsson, sem gegnt hefur starfi aðstoðarforstjóra Marel, við starfi forstjóra tímabundið á meðan stjórn mun finna félaginu forstjóra til framtíðar.

„Mér er efst í huga þakklæti til allra þeirra metnaðarfullu starfsmanna, framsýnu viðskiptavina og fjölmörgu hluthafa sem ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa með, fyrst sem stjórnarformaður og nú síðustu 10 ár sem forstjóri félagsins.  Saman höfum við tekist á við áskoranir, gripið tækifæri og styrkt samkeppnisstöðu Marel, skref fyrir skref. Mikilvægast er að félagið er vel í stakk búið til frekari sóknar,“ er haft eftir Árni Oddi í tilkynningunni.

Árni Sigurðsson hefur starfað hjá Marel frá árinu 2014, fyrst sem yfirmaður stefnumótunar og þróunar, síðar framkvæmdastjóri stefnumótunar og stefnumarkandi rekstrareininga, og hefur síðastliðið ár gegnt stöðu aðstoðarforstjóra félagsins og leitt tekjusvið þess. Áður en hann gekk til liðs við Marel starfaði Árni hjá AGC Partners og Landsbankanum. Árni er með MBA gráðu frá Harvard Business School og BSc gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.

„Það er mér heiður að fá að leiða okkar frábæra teymi í Marel til áframhaldandi samstarfs við viðskiptavini okkar á heimsvísu. Í störfum mínum fyrir Marel hef ég unnið þvert á tekjusvið og rekstrareiningar félagsins í hartnær áratug og hef mikla trú á þeim tækifærum, tækni og mannauði sem Marel býr að til að umbreyta matvælaiðnaði á heimsvísu. Við höfum tekið mikilvæg skref í átt að betri árangri og við erum á réttri leið. Ég hlakka mikið til að starfa nánar með okkar frábæra starfsfólki, viðskiptavinum og öðrum hagaðilum á komandi vikum og varða veginn til áframhaldandi vaxtar,“ segir Árni Sigurðsson, nýr forstjóri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“